Publications

„Höf­um líka skoðun á Gálga­hrauni“

„Höf­um líka skoðun á Gálga­hrauni“

Ýmis­legt hef­ur breyst á þeim 10 árum sem liðin eru frá því að Sam­tök kvenna af er­lend­um upp­runa á Íslandi voru stofnuð á þann 24. októ­ber 2003, nú er t.d. al­geng­ara að hóp­ur­inn viðri skoðanir á mál­um sem ekki eru tengd inn­flytj­enda­mál­um. Helstu verk­efn­in eru þó enn tengd fé­lags­leg­um vanda­mál­um og að vinna gegn staðal­mynd­um.

Stofn­un sam­tak­anna þann 24. októ­ber er að sjálf­sögðu tákn­ræn þar sem kvenna­frí­dag­ur­inn var hald­inn á þeim degi árið 1975 und­ir ein­kunn­ar­orðunum „ég þori, get og vil“. Hér má sjá áhuga­vert viðtal við Björgu Ein­ars­dótt­ur um dag­inn sögu­fræga árið 1975 sem birt­ist í les­bók Morg­un­blaðsins.

Mbl.is ræddi í dag við þær Barböru J. Krist­vins­son formann sam­tak­anna og Sabine Leskopf fyrr­ver­andi formann um starfið á und­an­förn­um 10 árum.

Hér má sjá grein sem Bar­ara ritaði í til­efni af af­mæl­inu:

Sam­tök kvenna af er­lend­um upp­runa á Íslandi 10 ára!

Sam­tök kvenna af er­lend­um upp­runa á Íslandi voru stofnuð 24. októ­ber 2003 og halda þess vegna upp á 10 ára af­mæli sitt. Veislu­höld­in verða laug­ar­dag­inn 26. októ­ber á Túngötu 14, frá kl. 14-17. Boðið er upp á létt­ar veit­ing­ar og líf­lega dag­skrá með ræðuhöld­um og skemmt­un. Opið er fyr­ir heiðurs­gesti og fé­lags­kon­ur.

Hlut­verk Sam­tak­anna er að sam­eina, tak­ast á við og ljá hags­muna- og áhuga­mál­um kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Mark­mið Sam­tak­anna er að vinna að jafn­rétti og jafnri stöðu kvenna af er­lend­um upp­runa á öll­um sviðum þjóðlífs­ins. 10 ára af­mæli er góður tíma­punkt­ur að staldra aðeins við í dags­ins önn og lita yfir far­inn veg, end­ur­skoða eigið hlut­verk og meta hvort mark­miðin hafa náðst. Svarið þarf víst að vera já, að mörgu leyti þó enn sé svo margt að gera.

Þegar við byrjuðum í þessu starfi voru staðal­mynd­ir kvenna af er­lend­um upp­runa ríkj­andi. Ef yf­ir­leitt var tekið eft­ir þeim var talað um þær en aldrei við þær. Fyr­ir tíu árum áttu radd­ir með hreimi ekki heima í fjöl­miðlum, en það hef­ur breyst, fólk af ólík­um upp­runa tek­ur þátt í umræðunni og von­umst við að hafa á ein­hvern hátt stuðlað að því, en þess má geta að tvær kon­ur af er­lend­um upp­runa, Grazyna Ok­uniewska og Amal Tamimi, hafa á þeim tíma tekið sæti á Alþingi og hafa báðar tvær verið stjórn­ar­kon­ur í Sam­tök­um kvenna af er­lend­um upp­runa.

Tæki­fær­in til þátt­töku hafa verið mörg og oft snert­ir starfið ekki ein­ung­is kon­ur af er­lend­um upp­runa: við höf­um sent inn fjöl­marg­ar um­sagn­ir um laga­breyt­ing­ar sem snerta kven- og mann­rétt­indi, haldið ræðu á hverju ári á alþjóðleg­um bar­ráttu­degi kvenna, skrifað marg­ar grein­ar í blöð og farið í fjöl­mörg viðtöl í sjón­varpi og út­varpi.

En slík vinna vinnst ekki í ein­angr­un held­ur ein­ung­is í sam­starfi og það samstarf við önn­ur fé­laga­sam­tök, stofn­an­ir og ein­stak­ling­ar bæði hér og er­lend­is hef­ur verið okk­ur mik­il stoð. Þar er varla hægt að gefa upp tæm­andi lista af frá­bær­um sam­starfsaðilum í gegn­um tíðina, en helst ber þar að nefna sam­tök sem til­heyra kvenna­hreyf­ing­unni á Íslandi eins og Kvenna­at­hvarfið, Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands eða UNI­FEM, en einnig Rauða kross Íslands, Fjöl­menn­ing­ar­setrið, Reykja­vík­ur­borg, ýmis ráðuneyti, Alþjóðahús, Borg­ar­bóka­safn og Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands, og svo mætti lengi telja. Við höf­um tekið á móti systra­sam­tök­um frá mörg­um lönd­um og heim­sótt þau til að vinna sam­an, læra af þeim og alls staðar, nú síðast á málþing í boði Institu­te for Cultural Diplomacy í Berlín, er fólk agndofa yfir þeim ár­angri sem náðst hef­ur hér. Einnig erum við með full­trúa í ýms­um ráðum, stjórn­um og teym­um, eins og  stjórn um Kvenna­at­hvarf, All­ar Heims­ins  Kon­ur, teymi um mál­efni inn­flytj­enda, Rann­sókn­ar­stofu í fjöl­menn­ing­ar­fræðum og fleiri.

Nokk­ur dæmi um starf­semi okk­ar eru tölvunám­skeið, bóka­kynn­ing­ar, ís­lensku- og sjálfstyrk­ing­ar­nám­skeið und­ir heit­inu Taktu þátt.  Við bjóðum nú reglu­lega at­b­urði eins og Sögu­hring kvenna í sam­starfi við Borg­ar­bóka­safnið sem hef­ur sett mark sitt á menn­ing­ar­líf borg­ar­inn­ar, þjóðlegt eld­hús og jafn­ingjaráðgjöf.

Enn stönd­um við samt frammi fyr­ir fjöl­mörg­um áskor­un­um, at­vinnu­leysi er hæst meðal kvenna af er­lend­um upp­runa og þær sem eru með vinnu fá oft ekki tæki­færi að nýta mennt­un sína og reynslu til fulls. Brott­fall úr fram­hald­skól­um er hátt meðal inn­flytj­enda og kon­ur af er­lend­um upp­runa eru mjög ber­skjölduð fórn­ar­lömb heim­il­isof­beld­is því þær þekkja ekki alltaf rétt­indi sín.

En við erum til­bún­ar að tak­ast á við þær áskor­an­ir og um leið og við þökk­um öll­um þeim sem hafa staðið með okk­ur í gegn­um tíðina vilj­um við fagna því hvað kon­ur af er­lend­um upp­runa hafa fram að færa til ís­lensks sam­fé­lags.

Barbara J Krist­vins­son

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/10/24/hofum_lika_skodun_a_galgahrauni/

You may also like