
Samtökin hafa frá stofnun beitt sér ötullega fyrir greiðum aðgangi að námi í íslensku fyrir innflytjendur og eins fyrir því að þjálfun og menntun kvenna af erlendu þjóðerni verði viðurkennd þannig að þeim verði fært að nýta sérfræðiþekkingu sína og geti þannig öðlast meiri sjálfsvirðingu og sterkari sjálfsmynd
- Við viljum að þjálfun og menntun kvenna af erlendu þjóðerni verði viðurkennd þannig að þeim verði fært að nýta sérþekkingu sína og geti þannig öðlast meiri sjálfsvirðingu og sterkari sjálfsmynd
- Við hvetjum og styðjum konur af erlendum uppruna til að afla sér frekari menntunar
- Við erum virkar í umræðu um íslensku, íslenskukennsluna og menntun innflytjenda
Tengt efni

Kynjaþing 2020 9. – 13. nóvember 2020 W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna verða með tvo viðburði
Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu. Í ár fer dagskrá Kynjaþings fram eingöngu …

Alþjóðleg Hijab dagur
Við erum svo heppnar að fá tækifæri til að styðja við Ahmadiyya Mulsim félag á Íslandi.
Anna Wozniczka talar á Málstofu um möguleika innflytjenda á Íslandi til menntunar og atvinnu
Hugtakið atgervissóun eða „brain waste“ hefur verið notað um það þegar hæfni og þekking innflytjenda nýtist illa eða alls ekki. Í málstofunni verður fjallað um hvernig þessi mál blasa við Háskóla Íslands og hvaða möguleika skólinn hefur til að snúa þeirri þróun við. Anna Katarzyna Wozniczka segir frá baráttu kvenna af erlendum uppruna fyrir viðurkenningu …