Söguhringur kvenna er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

Söguhringurinn skapar vettvang þar sem konur af erlendum sem og íslenskum uppruna skiptast á sögum og skapa saman. Allir þátttakendur njóta góðs af því að fræða öðrum og fræðast um ólíka menningarheima, trúarbgrögð og siði.

Erlendum konum gefst einnig tækifæri til að tjá sig á íslensku í óformlegu umhverfi og kynnast íslenskri menningu. Starfsemið felst meðal annars í skapandi vinnu og að byggja brýr milli þekkingasviða. Til að ná þessum árangri eru skipulagðar ýmsar uppákomur og vettvangsferðir sem gera tenglsanet kvennana sterkara.

Við leggjum áherslu á að þátttakendur hafi áhrif á þróun verkefnisins. Allar konur velkomnar! Söguhringur kvenna á FACEBOOK

Tengt efni

Fréttir úr garðinum okkar

Annar viðburður í Heimsyndisgarði var haldinn í Norræna Húsinu 16. maí síðastaliðinn. 24 konur og eitt barn tóku þátt í að hreinsa útibeð, bæta mold og sá gulrótum og næpum. Við fengum mold frá Gæðamold og þökkum kærlega fyrir þeirra stuðning. Það var sannarlega sumarsæla og nýi eigandinn að Kaffihúsinu SONO í Norrænna Húsinu bauð …

Heimsyndisgarður

Að vakna eftir til lífsins út frá COVID lokun er hvatniingu fyrir okkur í Söguhingur kvenna til að vinna úti í núna í vor og sumar! Við í Söguhringur kvenna erum mjög spenntar að tilkynna samstarf okkar við Norræna húsið í Reykjavík. Við ætlum að hefja garðverkefni fyrir konur af erlendum uppruna! NH hefur verið …

W.O.M.E.N. OG REYKJAVÍK YOGA Í FARSÆLT SAMSTARF

W.O.M.E.N og Reykjavík Yoga hafa tekið höndum saman og færa þér nærandi 6 vikna Yoga & núvitundar námskeið til að finna jafnvægi á krefjandi tímum. 6 vikna byrjunar námskeið í Núvitund (Mindfulness) – með Baddý Núvitund, eins og hún er kennd á þessu námskeiði, er boð um vellíðan –  möguleikinn á lifa í sátt við …

Söguhringur kvenna

  Söguhringur kvenna er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Söguhringurinn skapar vettvang þar sem konur af erlendum sem og íslenskum uppruna skiptast á sögum og skapa saman. Allir þátttakendur njóta góðs af því að fræða öðrum og fræðast um ólíka menningarheima, trúarbgrögð og siði. Erlendum konum gefst einnig tækifæri …