Sagan Okkar
Félagið okkar skipar sæti í ríkis- og sveitafélagsnefndum og er oft boðið á fundi sem og vinnufundi þar sem málefni innflytjenda eru rædd. Þar að auki hafa önnur félög, til dæmis innan verkalýðshreyfingarinnar oft samband við okkur varðandi ýmsa viðburði eins og til dæmis kvennaverkfallið í dag. Stjórnin okkar er skipuð af sjálfboðaliðum sem þýðir að til að mæta á þessa fundi þurfa fulltrúar okkar að taka sér frí úr vinnu þar sem fundirnir eru yfirleitt á vinnutíma. Flestir aðrir þátttakendur þessara funda eru starfsfólk á vegum ríkisins, borgarinnar eða stéttafélaganna og eru því þarna á vegum vinnunnar sinnar. Aðeins ein af þessum stofnunum greiðir fulltrúa okkar fyrir fundarsetu. Auk þess sem fulltrúi okkar er yfirleitt sá eini af erlendum uppruna. Þetta skapar mikið álag á fulltrúann okkar, enda er ekki nóg að hann mæti heldur er hann líka í forsvari fyrir breiðan og fjölbreyttan hóp. Fyrir þessar stofnanir er þátttaka okkar leið til að sýna að þeim er umhugað um inngildingu. Hins vegar er vert að spyrja hvers vegna nánast ekkert af starfsfólki þessara stofnana sé af erlendum uppruna? Við erum sannarlega þakklát fyrir inngildandi nálgun skipuleggjanda kvennaverkfalls þessa árs en á sama tíma finnst okkur að stéttarfélögin ættu að nýta þetta tækifæri til að rannsaka þennan ójöfnuð innan sinna raða. Það er flott hjá forsætisráðherranum að taka þátt í kvennaverkfallinu en okkur finnst að það heði mátt nýta þetta tækifæri til að ræða ráðningarferlið í ráðuneytunum og öðrum ríkisstofnunum. Það er enginn skortur á færum konum af erlendum uppruna á Íslandi, við ættum því ekki að þurfa að reiða okkur á ólaunað vinnuafl til þess að fá sæti við borðið. Höfundur er varaformaður í W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna. https://www.visir.is/g/20232479178d/inngilding-og-hvernig-hun-reidir-sig-a-olaunada-vinnu-erlendra-kvenna
Along with 22 other non-profit organisations, W.O.M.E.N. asked the minister for an emergency meeting yesterday on the grave situation of refugees being deprived of all services in Iceland. A historically large group of NGOs came together. Christina Milcher, vice-chair, spoke on behalf of W.O.M.E.N.: “As women of foreign origin living in the gender paradise of Iceland, we know that some women are more equal than others. By suppressing all services to victims of human trafficking, you leave them with 3 choices: to live on the streets in Iceland and be exposed to more violence and abuse, go back to their trafficker or go back home and be punished. Your actions are worsening the situation of women of foreign origin in Iceland. Our question is: are we all next? We demand that you take into consideration gender issues in asylum decisions and that you restore services to asylum seekers immediately.” See full video here (Icelandic, 18:50): https://www.visir.is/…/mal-efni-folks-a-flotta-sem-er… See article in Icelandic: https://womeniniceland.is/…/samradsfundur…/
On the 18th of May, W.O.M.E.N. welcomed a sister organisation from Finland, the Daisy Ladies. For that occasion, W.O.M.E.N. organised a mini-conference to introduce them to the different institutions and resources involved in the fight against gender based violence in Iceland. Our chair, Maru Alemán, made an introduction about the heart of our work: the weekly peer support and amazing group of volunteers taking shifts to support and guide other women of foreign origin. Read more https://womeniniceland.is/2023/05/19/cooperation-in-the-fight-against-gender-based-violence/
Félags- og vinnumarkaðsráðherra veitir W.O.M.E.N. samtökum kvenna af erlendum uppruna 2.500.000 kr. styrk reksturs samtakanna. Hjá W.O.M.E.N. erum við öll sjálboðaliðar. Þessi styrkur er mikilvægur vegna þess að hann mun að hjálpa okkur að nýta tíma og kraft betur, og svo að hjálpa konum af erlendum uppruna betur.
Nordic solutions to online gender-based violence Amazing panel yesterday with other politicians in the Nordic countries and sharing all their initiatives and what they are doing and planning on doing to help, create awareness, educate on online gender based violence! This was a thrilling and very eye opening panel and the truth is, that this is a global/ international issue. Technology is part of our lives and they are not the enemy nor the internet or the online world, but can’t help to see and experience, hate speech, harassment, violence and abuse online. Women and young girls account for the majority of the victims.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afhenti á Kjarvalsstöðum á þriðjudaginn rúmar 47 milljónir króna til Kvennaathvarfsins, Rótarinnar, Menntasjóðs/Mæðrastyrksnefndar, Menningar- og minningarsjóðs kvenna, Sigurhæða, Samtaka kvenna af erlendum uppruna og samtakanna Stelpur Rokka. W.O.M.E.N. fékk 2.000.000 sem mun nýtast vel til góðra verka. Wiktoria Joanna Ginter og Marion Poilvez tóku á móti styrk fyrir hönd samtakanna.
W.O.M.E.N in Iceland headed to #Egilsstaðir to host a short meeting for women of foreign origin living in East Iceland. The purpose of this meeting was to reach out to women of foreign origin living in the East and inform them of the services available to them in their area, and what that entails. We connected with representatives from the Police, Social services and #Bjarmahlið, which is a family justice center for survivors of domestic and sexual violence located in Akureyri. More often than not, women of foriegn origin have very supportive people around them, but there are some that do not. Our wish was to reach out to as many women of foreign origin with this information in hopes that the right information will reach the women who need it. We would like to thank Margrét María Sigurðadóttir a member of the Icelandic Police force in East Iceland, Helga Þorleifsdóttir who is a social worker in #Múlaþing area in the East and Bjarney Rún Haraldsdóttir a team leader at Bjarmahlið for sharing with us all useful and crucial information. This meeting would not have been possible without support of the Equality fund grant. ——————————————— W.O.M.E.N in Iceland, Samtök kvenna af erlendum uppruna héldu til Egilsstaða til að halda stuttan fund fyrir konur af erlendum uppruna sem búa á Austurlandi. Tilgangur fundarins var að ná til kvenna af erlendum uppruna sem búa á Austurlandi og upplýsa þær um þá mikilvægu þjónustu sem þeim stendur til boða á þeirra svæði og hvað í því felst. Við tengdumst fulltrúum frá lögreglunni, félagsþjónustunni og Bjarmahlið, sem er fjölskylduréttarmiðstöð fyrir þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis sem staðsett er á Akureyri. Konur af erlendum uppruna hafa oftar en ekki mjög gott stuðningsfólk í kringum sig, en það eru nokkrar sem gera það ekki. Markmið fundarinns var að ná til sem flestra kvenna af erlendum uppruna með þessar upplýsingar í von um að réttar upplýsingar berist til þeirra kvenna sem þurfa á þeim að halda. Við viljum þakka Margréti Maríu Sigurðardóttur frá lögreglunni á Austurlandi, Helgu Þorleifsdóttur sem er félagsráðgjafi í Múlaþingi og Bjarney Rún Haraldsdóttur teymisstjóra í Bjarmahlið fyrir að deila með okkur öllum gagnlegum og mikilvægum upplýsingum. Þessi fundur hefði ekki verið mögulegur án styrks #Jafnréttissjóðs.
Nichole Leigh Mosty, Patience A. Karlsson, Angelique Kelley, Shelagh Smith, Kushu Gurung, Lísa Franco, Hye Joung Park ásamt Claudia Ashanie Wilson og Forseta Frú Eliza Reid
Í október 2020 lögðu samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi netkönnun fyrir konur af erlendum uppruna. Könnunin var lögð fram á fimm tungumálum; ensku, íslensku, pólsku, rússnesku og frönsku og var dreift á samfélagsmiðlum og í gegnum lokaðan póstlista okkar. Könnunin innihélt 13 spurningar með möguleika fyrir svarendur að koma með tillögur og/eða athugasemdir beint til okkar. Markmið stöðukönnunarinnar var í fyrsta lagi að safna upplýsingum sem tengjast núverandi efnahagsástandi, vellíðan, streitu/áhyggjum og hvers konar átaksverkefni eða þróunarverkefni kvenna af erlendum uppruna töldu að gæti stutt þær. Í gegnum vinnu okkar með #MeToo komumst við að því að undirliggjandi þættir ofbeldis og einangrunar voru bæði kerfislegir og samfélagslegir. Hlutverk okkar sem samtaka er að nýta stöðu okkar til að skapa vitund varðandi þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna standa frammi fyrir, skapa verkefni sem styður beint við og valdeflir konur af erlendum uppruna og að lokum til að stuðla að tengslaneti meðal kvenna af erlendum uppruna og upplýsa þær um réttindi og þjónustu sem þeim stendur til boða. Könnunin var gerð að öllu leyti á netinu og var opin í þrjár og hálfa viku. Stjórnarkonur hjá samtökunum nýttu grasrótar tengingar til að deila könnuninni meðal kvenna af ólíkum uppruna um allt Ísland. Facebook og tölvupóstar voru helstu heimildir til að dreifa könnuninni. https://womeniniceland.is/rannsoknir-og-skyrslur/
Nine Women Sue Icelandic State for Dropping Sexual Assault Cases
Nine women have sued the Icelandic state before the European Court of Human Rights for violating their right to a fair trial. The women are all survivors of rape, domestic violence, and/or sexual harassment who reported the crimes to the police, only for the cases to be dropped by prosecutors.
Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. Ef það komi í ljósi að fólki sé mismunað hjá samtökunum vegna uppruna síns hvetja konurnar borgina til þess að hætta öllum fjárstuðningi við Fjölskylduhjálp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá W.O.M.E.N. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttaflutnings fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrr í vikunni um Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar, og ásakanir á hendur henni um mismunun og virðingarleysi í garð skjólstæðinga góðgerðarsamtkanna. https://www.visir.is/g/20202048332d/konur-af-erlendum-uppruna-vilja-ad-borgin-skodi-mal-fjolskylduhjalpar
16 dagar af kynbundnu ofbeldi eru tilteknir dagar ársins sem eru tileinkaðir vitundarvakningu innan hvers samfélagshóps. Heimilisofbeldi á rætur sínar í valdaójafnvægi. Það geta allir orðið fyrir heimilisofbeldi, óháð kyni, hættan liggur í því að vera háður öðrum, hvort sem er um fjárhagslegt hæði eða tilfinningalegt hæði að ræða. Tilurð me-too hreyfingarinnar hvatti til opnari umræðu um kynjajafnrétti á Íslandi. Umræðan fletti ofan af þeim aðstöðumun sem konur af erlendum uppruna búa við, ef borið er saman við íslenskar kynsystur þeirra. Þar má nefna stuðning fjölskyldu, tungumálaerfiðleika og ekki síst fjárhagslegt sjálfstæði. Read more https://www.visir.is/g/20202048112d/kyn-bundid-of-beldi-stada-er-lendra-kvenna-a-is-landi
Kynjajafnrétti er lykil atriði í barráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Kynjakerfi sem byggist á alda gömlu samfélags- og lagakerfi er grunvöllur fyrir samskipti kynjanna, en nútíma samfélag kallar eftir breytingum sem er meira í takt við nútíma skilning á réttlæti og mannréttindum. Á Íslandi erum við stolt af okkar árangri í kynjajafnrétti þar sem við erum í fremstu röð af öllum OECD löndunum. En þrátt fyrir þennan árangur höldum við oft að jafnrétti sé náð. Fjarri sannleikanum. Read More https://www.visir.is/g/20202048107d/kynja-jafn-retti-mun-aldrei-nast-fyrr-en-kyn-bundid-of-beldi-verdur-upp-raett
Nichole Leigh Mosty Patience A. Karlsson Angelique Kelley Shelagh Smith Kushu Gurung Lísa Franco
Í fyrra sótti ég um styrk hjá Heilbrigðisráðuneytinu í þeim tilgangi að veita fræðslu til kvenna af erlendum uppruna um íslenska heilbrigðiskerfið, réttindi skjólstæðinga og heilsueflandi hegðun. Í samstarfi við Samtök kvenna af erlendum uppruna var fræðslan haldin á 3ja mánaða fresti á Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum og vegna eftirspurnar var eitt námskeið haldið aukalega í Reykjanesbæ. Yfir 120 konur frá 25 löndum mættu á námskeiðin. Í þessum fjölbreyttu hópnum voru bæði konur sem voru nýfluttar til Íslands ásamt konum sem höfðu búið hér í mörg ár. Read more. Ljósmæðrablaðið – 1. tölublað (ágú. 2019)
https://vimeo.com/313406794 Nichole Leigh Mosty, verkefnastjóri hjá Women in Iceland, kynnir hér úrræði fyrir konur af erlendum uppruna. Hún fjallar einnig um mikilvægi þess að taka tillit til menningarmunar og sérstöðu innflytjenda í vinnu með heimilisofbeldismál. Bregst kerfið og samfélagið eins við þegar um er að ræða konur af erlendum uppruna. Námskeiðið samanstendur af 13 myndböndum með fyrirlestrum fagfólks sem starfar í nánum tengslum við fólk sem orðið hefur fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Myndböndin er tilvalið að nota sem fræðslu fyrir starfsfólk stofnana, félagasamtaka og annarra. Þau er einnig hægt að nota sem hluta af ráðstefnum, námskeiðum, kennslu í framhaldsskólum og á háskólasstigi. Þau eru opin öllum til nýtingar að kostnaðarlausu. Sjá myndband
Miðvikudaginn 24. október eru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, undir kjörorðinu: „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!“ Nú á árinu höfum við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna tekið höndum saman og viljum við láta í okkur heyra í jafnréttisbaráttunni. Við viljum að hugsað sé aðeins um það hvar við stöndum hvað varðar launaréttindi samhliða launajafnrétti. Read More https://www.visir.is/g/2018181029688/kvennafri-og-konur-af-erlendum-uppruna
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2018. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í höfða í dag, á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar. Mannréttindaverðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. Markmiðið með mannréttindadeginum er að vekja athygli á þeim málum sem varða mannréttindi borgarbúa og á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Samtök kvenna af erlendum uppruna á íslandi hafa staðið að vitundarvakningu á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Sögur þeirra í tengslum við #Metoo hafa vakið fólk til umhugsunar um sérstaklega viðkvæma stöðu þessa hóps innan íslensks samfélags. Þær hafa sýnt hugrekki og styrk, verið fyrirmyndir og öflugt tengslanet þeirra hefur orðið afl til þjóðfélagsbreytinga, að mati Reykjavíkurborgar. https://kjarninn.is/frettir/2018-05-16-konur-af-erlendum-uppruna-hljota-mannrettindaverdlaun-reykjavikurborgar/ https://www.visir.is/g/2018180519132/samtok-kvenna-af-erlendum-uppruna-hljota-mannrettindaverdlaun-reykjavikurborgar-
Ungar athafnakonur í samstarfi við W.O.M.E.N., Samtök kvenna af erlendum uppruna, héldu vinnustofu 25. apríl sl. að fyrirmynd Barbershop verkfærakistu UN Women. Við leituðum leiða fyrir konur af fjölbreyttum uppruna til að brúa bilið milli ólíkra menningarheima og byggja þannig upp sterkara samfélag. Við tókum höndum saman og sköpuðum valdeflandi umræðuvettvang þar sem raddir allra fengu að heyrast, óháð uppruna. Laura Cervera, ein stjórnarkvenna W.O.M.E.N. kynnti fyrirkomulag vinnustofunnar og flutti Eliza Jean Reid hugvekju um hvernig er að vera innflytjandi á Íslandi – sem seinna varð forsetafrú. Að auki var Alice Bower, fyndnasti háskólaneminn 2018, með virkilega gott uppistand. https://www.ungarathafnakonur.is/mind-the-gap-bruum-bilid/
Miðvikurdaginn 21. mars er alþjóðlegur dagur gegn mismun og kynþáttafordómum. Í kjölfar #MeToo byltingar er augljóst að þörf er vitundarvakningar varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Innflytjendur, jafnt konur sem karlar, verða oftar en ekki fyrir ýmiss konar kynþáttafordómum. Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N.) á Íslandi skipuleggja göngu til að sýna stuðning við innflytjendur. Við mætum hjá Hallgrímskirkju kl 17:00. Við löbbum niður Skólavörðustíg að Bankastræti, þá áfram niður í Austurstræti og ljúkum svo göngunni á Austurvelli. Sýnum konum stuðning! —— Wednesday 21 March is the International Day for the Elimination of Racial Discrimination. In light of the ongoing #MeToo movement, it is clear that the unique experiences of immigrant women, particularly women of colour, should be brought to the forefront. It is these immigrant women-as well as men- who often bear the brunt of racial discrimination in Iceland. W.O.M.E.N. is organising a march to raise awareness and call for action. We will meet at Hallgrímskírkja at 17:00. From there we will walk down Skólavörðustígur to Bankastræti, continue down Austurstræti and then finish at Austurvellir. Let’s support our sisters!
Það er ekki oft sem að umræða íslenskra fjölmiðla beinist að konum af erlendum uppruna. Undanfarnar vikur hafa fyrirsagnir fréttanna verið hræðilegar og þeim hafa fylgt óhugnanlegar sögur af kynferðislegri misnotkun og heimilisofbeldi sem konur af erlendum uppruna hafa þurft að þola á Íslandi af hálfu ókunnugra, maka og yfirmanna, sumir hverjir hafa verið íslenskir en aðrir ekki. Ég velti því fyrir mér, hvernig má það vera að þetta sé að koma fyrir nokkurn í landi sem var í fyrsta sæti árið 2017 að mati Friðarvísitölunnar (e. Global Peace Index og í þriðja sæti samkvæmt skýrslu World Happiness Report? Fyrir þeim sem líta hlutlausum augum á landið okkar virðist það vera paradís. Read More https://kjarninn.is/skodun/2018-02-04-upplysingar-eru-valdefling/
„Allar konur geta lent í ofbeldi, en eðli þess er annað, þegar um er að ræða konur af erlendum uppruna. Kona sem kemur frá öðru landi er berskjölduð, með engan stuðning. Það er kannski engin fjölskylda og enginn skilningur á hennar stöðu. Svo er hún einangruð og er sagt að þegja ef hún kvartar. Bara, velkomin til Íslands,“ segir Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna, eða W.O.M.E.N. Shelagh telur að í kjölfarið á þessum frásögnum sé mikilvægt að upplýsingum sé komið til kvenna, um allt land, um aðstoð og vernd sem þær eiga rétt á. „Það geta auðvitað allar konur lent í ofbeldi, en það sem vantar fyrir konur af erlendum uppruna er sama upplýsingagjöf og til íslenskra kvenna,“ segir Shelagh. Næsta skrefið sé að reyna að koma jafn miklu af upplýsingum til þessara kvenna. Read More https://www.visir.is/g/2018632310d
Yfirlýsing kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi: #Metoo byltingin á Íslandi hefur leitt til þess að fólk hefur opnað augun fyrir kynferðisofbeldi, mismunun og áreiti gagnvart konum. Konur úr ýmsum starfsstéttum hafa stigið fram og deilt frásögnum úr sínu vinnuumhverfi þar sem þær hafa orðið fyrir markvissu niðurbroti og kerfisbundinni misbeitingu valds af hálfu karlmanna. Konur hafa undanfarið staðið upp og krafist þess að samfélagið í heild sinni opni blinda augað sem snúið hefur að þessari stöðu. Kynbundin mismunun leiðir til misnotkunar og áreitis og því þurfa vinnuveitendur að setja sér áætlanir og hrinda í framkvæmd verkferlum sem tryggja jafnræði kynjanna. https://kjarninn.is/frettir/2018-01-24-metoo-askorun-kvenna-af-erlendum-uppruna-islensku-og-ensku/
Kynbundið ofbeldi tekur á sig mismunandi form, meðal annars líkamlegt, kynferðislegt, sálfræðilegt eða andlegt ofbeldi. Ástæðurnar eru margvíslegar, þar með talið félagslegar, efnahagslegar, menningarlegar, pólitískar og trúarlegar. Dæmi um kynbundið ofbeldi er heimilisofbeldi, misnotkun, ofbeldi á meðgöngu, kynferðislegt ofbeldi kvenna, menningarlegt kynferðisofbeldi og fjárhagslegt ofbeldi. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni getur kynbundið ofbeldi haft langvarandi áhrif á heilsu kvenna og fjölskyldur þeirra. Kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum geta valdið þungun, sem aftur getur leitt til fóstureyðingar, kvensjúkdóma og kynsjúkdóma. Ofbeldi í nánum samböndum á meðgöngu eykur líkurnar á fósturláti, andvana fæðingum, fyrirburafæðingum og léttburafæðingum. Konur sem hafa verið beittar ofbeldi upplifa gjarnan varnarleysi, dofa, ógnun, niðurlægingu, einmanaleika, einangrun, óhamingju, leiða, þreytu og orkuleysi. […] Read More https://www.visir.is/g/20171902099d
Kvenréttindafélagið hefur undanfarið staðið fyrir námskeiði fyrir konur af erlendum uppruna um stjórnmál á Íslandi með það í huga að auka þátttöku þeirra í pólitískri umræðu. Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi er kennari á námskeiðinu. Hún vonast til að að því loknu gangi konurnar út með áætlun um hvernig þær geti byrjað að taka til hendinni í stjórnum, nefndum og ráðum á ýmsum vettvangi. „Ég vann mikið í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014 og það sem kom mér á óvart þá var ekki bara hversu erfitt það var að ná til innflytjenda yfirleitt, heldur hversu margir vissu ekki af kosningarétti sínum,“ segir Sabine. Oft sé mjög erfitt að virkja innflytjendur til þátttöku. „Það er vegna þess að fólki finnst þröskuldurinn of hár. Það veit ekki hvernig þetta virkar hér og það getur verið allt öðruvísi en í heimalandinu. Þá getur verið að fólk hafi enga reynslu af pólitík, hvorki hér né þar sem það bjó áður. Mín reynsla er sú að það að hefja stjórnmálaþátttöku er svolítið eins og að flytja á milli landa; maður þarf aftur að læra nýtt tungumál og nýjar óskrifaðar reglur.“ Read More https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/08/vid_tikkum_i_alls_konar_box/
Samtök kvenna af erlendum uppruna harma að hlutfall kvenna á þinginu hafi minnkað. „Við hvetjum stjórnmálaflokka að gefa fleiri konum tækifæri, og að raða þeim í efsta sæti á listum þeirra t.d. í komandi sveitarstjórnarkosningum,“ segir í ályktun samtakanna um niðurstöður kosninganna sem þau sendu frá sér í gær. Þær harma sérstaklega að enginn þingmaður sé af erlendum uppruna og skora á stjórnmálaflokkana að bjóða og hvetja innflytjendur að gefa sig fram því stjórnmálin eigi að endurspegla betur fjölbreytileika samfélagsins. „Ekkert um okkur án okkar,“ segja þær. Read more https://kjarninn.is/frettir/2017-11-02-ekkert-um-okkur-okkar-thingid-verdi-ad-endurspegla-thjodina/
Langar þig að bjóða þig fram til Alþingis eða kynnast íslenskum stjórnmálum? Viltu kynnast öðrum konum af erlendum uppruna sem hafa áhuga á stjórnmálum? Vertu velkomin á námskeið Kvenréttindafélags Íslands fyrir konur af erlendum uppruna um stjórnmál og pólitískt starf. Á námskeiðinu verður farið yfir starf og stefnumál helstu stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka, farið yfir „óskrifaðar reglur“ stjórnmálanna, framsaga og ræðuhöld kennd og unnið að tengslamyndun þátttakenda. Í lok námskeiðsins gengur þú út með áætlun um hvernig þú getur breytt samfélaginu! Námskeiðið tekur 7 vikur og kennt er á mánudagskvöldum. Þátttökugjald er EKKERT. 2. október 2017 Kynning 9. október 2017 Pólitík í víðari skilningi. Hvar er hægt að bjóða sig fram og hafa áhrif, t.d. í félagsstarfi, stéttarfélögum, hverfastarfi, o.s.frv. 16. október 2017 Heimsókn frá stjórnmálaflokkum I. Kynning á stærstu flokkum landsins og flokkastarfi 23. október 2017 Heimsókn frá stjórnmálaflokkum II. Kynning á stærstu flokkum landsins og flokkastarfi 30. október 2017 Framsaga, ræðuhöld og sjálfsstyrking 6. nóvember 2017 Rætt við konur af erlendum uppruna sem hafa tekið þátt í pólitík 13. nóvember 2017 Lokakvöld. Þátttakendur ræða framtíðaráform sín. Kennt er á íslensku, en hægt er að taka þátt í umræðum á ensku. Tímabil: 2. október til 13. nóvember 2017 Staður og tími: Hallveigarstaðir, Túngata 14, 101 Reykjavík, mánudaga kl. 19:00–21:00. Umsjón: Sabine Leskopf, varaborgarfulltrúi *** Do you want to run for Parliament or just find out more about how politics in Iceland work? Do you want to meet other immigrant women who are interested in politics? Join us at training course in politics hosted by the Icelandic Women’s Rights Association. This course will introduce you to the largest political parties and associations in Iceland and teach you how to quickly start working within your chosen party. You will learn the inner workings and “unwritten rules” of Icelandic politics, practice how to speak clearly and publicly, and get the opportunity to meet other women who share your interests in politics. By the end of the course, you will have a concrete plan on how you can change society! The course lasts seven weeks and classes are taught on Monday evenings. This course is FREE. 2 October 2017 Introduction 9 October 2017 Spheres of influence in Iceland. Running for office at the country and local levels and in boards of labor unions and other associations 16 October 2017 Visits from representatives from Iceland’s political parties I. Introducing the policies and inner workings of different parties, and how to join 23 October 2017 Visits from representatives from Iceland’s political parties II. Introducing the policies and inner workings of different parties, and how to join 30 October 2017 Public speaking and self confidence 6 November 2017 Meeting with immigrant women who are active in politics 13 November 2017 Final class. Discussing future plans of participants. Classes are taught in Icelandic, but you can join the discussion in English as well. Time Period: 2 October to 13 November 2017 Place and Time: Hallveigarstaðir, Túngata 14, 101 Reykjavík, Mondays at 7 p.m. to 9 p.m. Moderator: Sabine Leskopf, deputy city councillor in Reykjavík
Sjálfsvarnarnámskeið til styrktar konum
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi halda í kvöld sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur á öllum aldri og uppruna. Er þetta í fyrsta sinn sem námskeiðið er haldið hjá þeim en samtökin standa fyrir alþjóðlegum matarboðum einu sinni í mánuði.
Konur sem eru erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru nú tæplega 12 þúsund samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þetta þýðir 12 þúsund einstaklingar 12 þúsund einstakar sögur. En hverjar eru þessar konur? Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N. in Iceland) sem vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins hafa kynnt fyrstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sínar á Jafnréttisdögum Háskóla Íslands nú á dögunum. Markmið rannsóknarinnar sem hófst snemma í vor á þessu ári var að kortleggja stöðu kvenna sem eru skráðar í facebook grúppu eða/og á póstlista Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Samtökin vildu vita meira um hverjar þessar konur eru, af hverju verða þær félagar í W.O.M.E.N. og hverjar eru þarfir og væntingar þeirra. Ennfremur var markmiðið að finna út hverjar þessa kvenna taka síst þátt í verkefnum eða leita sér þjónustu Samtakanna. Read more https://www.visir.is/g/20161025019d
Ania Wozniczka, formaður samtakanna, tók við styrknum og sagði hann koma að góðum notum í starfinu fram undan enda mörg verkefni sem væru í deiglunni. https://reykjavik.is/frettir/samtok-kvenna-af-erlendum-uppruna-islandi-fa-styrk-ur-minningarsjodi-gunnars-thoroddsens
Alþjóðlega herferðin, 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi, hefur þema sem margir Íslendingar hafa sem betur fer ekki þurft að upplifa og munu vonandi aldrei upplifa. Herferðin „Frá friði heima fyrir til heimsfriðar: Ögrum herstjórnun og endum ofbeldi gagnvart konum!” frá árinu 2013 samsvarar ef til vill ekki hversdagsleika Íslendinga með vísuninni í herstjórnun, en hvað varðar ofbeldi gegn konum er það því miður sár sannleikur. „Frá friði heima fyrir til heimsfriðar”, í fullkomnum heimi þyrftum við ekki að láta okkur dreyma um að slík staðhæfing samsvaraði raunveruleikanum. Þó að herstjórnun sé ekki þekkt á Íslandi eru óvissa og efnahagserfiðleikar kunnug Íslendingum. Fyrir margar konur á íslandi er „Friður heima fyrir“ einungis draumur. Þó að efnahagserfiðleikar valdi ekki ofbeldi gagnvart konum getur ákvörðunin um að fara úr ofbeldisfullu sambandi jafnvel verið erfiðari. Read more https://www.visir.is/g/2013712049997/er–fra-fridi-heima-fyrir-til-heimsfridar–bara-draumur-
Ania Wozniczka, formaður Claudie Ashonie Wilson, varaformaður Joanna Marcinkowska, ritari Angelique Kelley, gjaldkeri Nurashima Abdul Rashid Ameila Mateeva Marija Boskovic
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi 10 ára! Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi voru stofnuð 24. október 2003 og mun fagnar 10 ára afmælið á 26.október. Veisluhald verður á laugardaginn á Túngötu 14 frá kl: 14-17. Boðið er upp á hressingu, létta dagskrá með ræðuhöldum og skemmtun. Opið er fyrir heiðursgesti og félagsmenn. Hlutverk Samtakanna er að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið Samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Tímabært að samtökin skoða sjálfum sig, pæla í hlútverkið og athuga hvort markmiðað hefur náðist. Síðan samtök var stofnað var okkar mjög vel tekið allstaðar í samfélaginu, sérstaklega frá kvennahreyfingunni á Íslandi. Því okkar baráttu er ekki ólík baráttu íslenskum konum. Sem dæmi má nefna á vefsíðan KRFÍ stendur „ vinnur að því að bætta réttindi kvenna“. Eins og fyrirverandi stjórnakonur okkar Amal Tamimi sagði á kvennafrídaginn 2005, „Við erum orðnar hluti af þessu samfélagi og af þessari kvennahreyfingu og við stöndum saman í baráttunni“. Þó við erum kvenna samtök með það markmiði að vera málsvari fyrir konum af erlendum uppruna höfum við líka alltaf verið mjög meðvituð um þá staðreynd að stundum erum við að tala fyrir alla innflytjenda. Það er greinilega mikil þörf fyrir samtök sem taka virkan þátt í umræðunni um innflytjendamál og mannréttindi. Það hefur alltaf verið markmið okkar að gera konur af erlendum uppruna sýnilegri og að gefa þeim rödd í íslensku samfélagi. Leiðarljósum í þetta vinna hefur verið að við leyfum ekki fólk tala um okkar, heldur við okkar. Til að ná þessu erum við alltaf samvinnufús og hafa unnið með mörgum öðrum samtökum, stofnunum og einstaklingum, bæði á Ísland og erlendis. Ég ætla ekki að gera tæmandi list en við höfum unnið saman og tekið þátt í ýmislegt málþing, ráðstefnu, hátíðar og uppákomar. Við hofum unnið í samstarf við UNIFEM, Kvennaathvarfið, Kvenréttindafélag Íslands, Rauða kross Íslands, Fjölmenningasetrið, Reykjavíkurborg, ýmsum ráðuneytið, Alþjóðahús, Borgarbókasafn, og Mannréttindaskrifstofa Íslands, og áfram má telja. Við tókum á móti nokkra systrasamtök frá Evrópa og fórum út til þeim að vinna saman, að læra frá þeim og að kynna fyrir þeim það sem gengur vel í barrátunni hér á landið. Við höfum haft tækifæri að halda ræðu á hverju ári á alþjóðalegur barráttudagur kvenna, hefur skrifað margar greinar í blöðum, og hafa gert viðtöl á ýmsum útvarpsþátt. Bara nokkrar vikur síðan tók einn af okkar fyrirverandi stjórnakona þátt í málþing um menningar erindrekstri og mannréttinda í boði Institue for Cultural Diplmacy í Berlin. Við erum með fulltrúa í ýmsum ráðum, stjórn og teymi eins og stjórn um Kvennaathvarf, Allar Heimsins Konur, og teymi um málefni innflytjendur. Þrír af okkur í stjórnnuni hefur verið skipað af Velferðaráðherinn í Innflytjendur ráðinn. Nokkur dæmi um starfsemi okkar eru tölva námskeið, bókakynningu, íslenskar námskeið, og sjálfstyrkingu námskeiðið okkar taktu þátt. Við bjóðum nú reglulega atburði eins og söguhring kvenna í samstarfi Borgarbókasafnið, þjóðlegt eldhús og jafningja ráðgjöf. Ekki síst erum við hagsmunnagæsla innflytjendur því við skrifum umsagnir um frumvörp til Alþingis og reynum okkar besta að upplýsa stjörnuvöld um málefni kvenna af erlendum upprunna. Við teljum að okkar áreynslu að gefa erlendum konum rödd og gerum þeim sýnilegri hafa tekist vel. Við höfum haft þann heiður að vinna með mörgum ótrúlega konur og eru mjög þakklát stofnendur okkar og stuðningsfólk. Jafnvel þó við höfum náð svo mikið og vonandi aukið ástandið erlendra kvenna á Íslandi höfum við enn mjög mikið að gera. Áskórinn okkar í næstu tíu árum eru vinnumál, menntamál, heimilisofbeldi og túlkumál. Prósent af atvinnulaus kvenna er of hár og of margir af þeim sem stendur atvinnu eru í lálaunað störf þrátt fyrir það að þær eru vel menntað eða eiga mikið reynslu. Brottfallið úr framhaldskólinn er og hár meðal innflytjenda. Konur af erlendum uppruna eru mjög berskjölduð fórnarlömb heimilisofbeldi því þeir veit ekki altaf réttindi sín, hafa lítil ef engin stuðningsnet, og hafa aukið vandamál þegar reynt er að bætta aðstæður þeirra. Lögin um hver hefur rétt til túlks og hvenær er allt að óljós og við vitum af mörgum dæmum um konur og börn sem ekki hafa verið boðað túlk þó þeir voru með rétt til slíkt. Allt þetta verður að breytast til hins betra og við munum gera okkar besta. Við erum tilbúin, villjugur og fær um að takast á við þessar áskoranir. Við þökkum öllum þeim sem hafa barist við okkar. Við bjóðum íslenskar konur til að styðja okkur, og innflytjenda konur að ganga til liðs við okkar. Barbara J Kristvinsson Formaður Samtak kvenna af erlendum uppruna
Fréttablaðið – 170. tölublað (22.07.2013)
Kristín Völundardóttir er í forsvari fyrir ríkisstofnun sem er fjársvelt. Henni er umhugað um starfsfólkið sitt sem vinnur undir miklu álagi. En hvaða ríkisstofnun er ekki fjársvelt? Í hvaða stofnun eða þjónustu sem er, þar sem unnið er með fólk, er starfsfólk ekki undir miklu álagi? Er ástandið betra hjá Barnaverndarstofu? Eða á spítölum? Varla. Forstjóri Útlendingastofnunar hefur á síðustu mánuðum farið mikinn í fjölmiðlum, aðallega með kvartanir gagnvart skjólstæðingum sínum. Nýjasta dæmið er lýsingar um svokallaðan hælisleitendatúrisma. Samkvæmt forstjóranum getur verið fýsilegur kostur að fá frítt fæði og húsnæði í einhverju landi og kynna sér land og þjóð á meðan verið er að vinna í málinu. Read more https://www.visir.is/g/2013701239967/ferdagladir-haelis–leitendur-og-adrar-utlenskar-afaetur
Barbara Kristvinsson, formaður Ania Wozniczka, varaformaður Claudia Ashonie Wilson, ritari Angelique Kelley, gjaldkeri Nurashima Abdul Rashid Ameila Mateeva Marija Boskovic
Barbara Kristvínsson, formaður Ania Wozniczka, varaformaður Tatjana Latinovic, ritari Sabine Leskopf, gjaldkeri Magdalena Meija, meðstjórnandi Angelique Kelley, varastjórn Claudie Ashonie Wilson, varastjórn
„Ég bið íslenskar konur um að styðja erlendar samstarfskonur sínar og hvetja þær á Kvennafrídaginn,“ segir Sabine Leskopf, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Kvennafrídagurinn er í dag. Þá hyggjast konur ganga út af vinnustöðum sínum klukkan 14.25 til að minna á sameiginleg baráttumál sín. Sabine Leskopf óttast að konur af erlendum uppruna taki ekki virkan þátt í viðburðinum. Á kvennafrídeginum 2005 hafi þátttaka erlendra kvenna verið mjög lítil. Read More https://www.visir.is/article/2010860421640
Morgunblaðið – 39. tölublað (09.02.2007)
Samtök kvenna af erlendum uppruna eru frjáls félagasamtök og voru stofnuð á kvennafrídeginum 24. október árið 2003, en í þeim eru konur frá öllum heimshornum sem eiga það eitt sameiginlegt að búa og starfa á Íslandi. Sabine Leskopf, einn stjórnarmanna í samtökunum, segir hlutverk samtakanna meðal annars vera að fræða erlendar konur um réttindi þeirra og skyldur í íslensku samfélagi ásamt því að styrkja ímynd erlendra kvenna. „Við minnum á að erlendar konur eru mjög virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og við höfum töluvert verið að blanda okkur í umræðuna á pólitískum vettvangi sem okkur finnst mjög mikilvægt. Við höfum alltaf fengið töluverða athygli frá fjölmiðlum, til dæmis í umræðu varðandi heimilisofbeldi, sem er auðvitað mjög mikilvægt málefni þótt það sé alls ekki það eina sem skiptir máli í sambandi við erlendar konur,” segir hún. „Oft vantar þær upplýsingar varðandi mennta- og heilbrigðiskerfið og við höfum meðal annars staðið fyrir fyrirlestrum um þau mál ásamt því sem við höfum haldið tölvunámskeið fyrir konur frá Taílandi, Póllandi og víðar. Hér er allt svo tölvuvætt og margar erlendar konur gera sér ekki grein fyrir því hvað þær missa af miklum upplýsingum ef þær nota ekki tölvur, ekki bara varðandi íslenskt samfélag heldur líka þeirra heimalönd.” Sabine segir Samtök kvenna af erlendum uppruna hafa notið mikils stuðnings hér á landi, ekki síst frá kvennasamtökum. „Til dæmis höfum við átt gott samstarf við hreyfingar á borð við Allar heimsins konur sem vinnur að menntaverkefnum fyrir erlendar konur. Önnur kvennasamtök styðja líka við bakið á okkur enda er mikið talað um launamun kynjanna hér á landi. Fólk af erlendum uppruna á oft erfitt með að fá menntun sína metna hér á landi þannig að erlendar konur búa í raun við tvöfalt misrétti að því leyti,” bendir hún á. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2007/08/30/styrkja_imynd_erlendra_kvenna_a_islandi/