1. gr.

Samtökin heita Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Samtökin starfa á landsvísu. Heimili þeirra og varnarþing eru í Reykjavík.

  1. gr.

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi vinna samkvæmt stefnuskrá, sem er fylgirit með lögum þessum.

  1. gr.

Íslenska er opinbert tungumál Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

  1. gr.

Félagar geta orðið erlendar konur sem vilja vinna samkvæmt lögum félagsins og stefnuskrá, búsettar á Íslandi, óháð ríkisfangi þeirra. Með erlendar konur er átt við konur sem eru með annað eða bæði foreldri af erlendum uppruna óháð fæðingarstað kvennanna.

Senda skal stjórn samtakanna skriflega umsókn um inngöngu í samtökin.

  1. gr.

Aðalfundur ákveður félagsgjöld.

  1. gr.

Stjórn er kosin á aðalfundi og samanstendur a 7 stjórnarmönnum kosnum í stjórn  til tveggja ára, og þremur varamönnum til vara kosnum til eins árs í senn.

Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi í kjölfar kosninganna. Öll stjórnarmönnum eru eð málfrelsi, tillögurétt og kosningarétt. Varamenn eru með málfrelsi og tillögurétt til setu á öllum stjórnarfundum samtakanna.

Ef stjórnarmaður lætur af störfum tekur varamaður hans sætti í stjórn og klárar kjörtímabili fráfarandi stjórnarmanns.

Stjórn markar stefnu félagsins utan aðalfunda, hefur eftirlit með fjárreiðum og rekstri þess og skipar fulltrúar samtakanna í starfshópa og stefnamótandi ráðum og nefndum.

Formaður og stjórn hafa umboð til að álykta í nafni samtakanna enda sé ályktunin í samræmi við grundvallarmarkmið þeirra.

Stjórn skal undirbúa aðalfund og aðra félagsfundi.

Stjórn fundar minnst sex sinnum á ári. Ákvarðanir á stjórnarfundi eru teknar með einföldum meirihluta. Ef atkvæði eru jöfn, ræður atkvæði formanns.

  1. gr.

Aðalfund skal halda fyrir 30. nóvember ár hvert.

Á aðalfundi er samþykkt starfsáætlun til eins árs.

Á aðalfundi er kosið í stjórn.

Allir félagar hafa rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétt. Félagar sem hafa greitt félagsgjöld fyrir árlegan aðalfund eru kjörgengir til stjórnar og hafa atkvæðisrétt.

Stjórnin ber ábyrgð á fjárreiðum samtakanna.

Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:

  1. Fundur settur.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla stjórnarráðs fyrir liðið starfsár.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir.
  5. Kosning í stjórn.
  6. Kosning á skoðunaraðila reikninga.
  7. Ákvörðun félagsgjalda.
  8. Tillaga stjórnar um starfsáætlun næsta starfsárs.
  9. Önnur mál.

Aðalfundur telst löglega boðaður ef fundarboð er sent með tölvupósti á félaga með a.m.k. tíu daga fyrirvara.

Reikningsár félagsins er 20. október til 19. október.

  1. gr.

Tillögur um breytingar á lögum ber stjórnin undir félaga á aðalfundinum. Aðalfundurinn samþykkir breytingar með 2/3 atkvæða.

  1. gr.

Félaginu verður einungis slitið á aðalfundi með 2/3 hluta fullgildra atkvæða og skal slíkrar tillögu vera getið í fundarboði. Verði félaginu slitið á lögmætan hátt skal eignum þess varið til góðgerðamála sem stjórn ákveður.

Logum þessum var siðast breytt a aðalfundi samtök kvenna af erlendum uppruna þann 24. nóvember 2021 og hafa þær breytingar oðlast gildi og verið færðar her inn.