Samstarf Verkefni

Verkefni í Malmö/Svíþjóð

Samarbeta Jämt er verkefni sem skipulagt er í Malmö/Svíþjóð hjá IKF (Samtök alþjóðlegra kvenna í Malmö) og fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni.

Á meðal samtaka sem taka þátt í þessu verkefni eru samtök erlendra kvenna í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku og Íslandi. Samarbeta er bæði samkomustaður fyrir konur af erlendum uppruna og þekkingargrunnur. Markmið þess eru m.a.

• Að auka jafnrétti og aðlögun

• Að auka umfang kvennahreyfinga

• Að auka þátttöku kvenna í þróun samfélagsins Tengslanetið Samarbeta Jämt hjálpar samtökum erlendra kvenna að vinna saman og styðja hvert annað í starfi sínu. Til þess að ná þessu markmiði hefur Samarbeta Jämt fjármagnað tölvunámskeið fyrir konur af erlendum uppruna á öllum Norðurlöndum.

Á Íslandi fengum við tækifæri til að halda tölvunámskeið fyrir konur af pólskum og tælenskum uppruna á Ísafirði, Hafnarfirði. Akureyri og Reykjavík.

Námskeið voru haldin annaðhvort á móðurmáli hópsins eða á íslensku.

You may also like

Discover more from W.O.M.E.N. á Íslandi

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading