Home > Event > Þjóðlegt Eldhús- Afrískt Kvöld
06 febrúar, 2020
19:00 -22:00
Hallveigarstaðir, Túngata 14

Sælar konur,

Samtökum kvenna af erlendum uppruna er það ánægja að tilkynna þjóðlegt eldhús febrúar mánaðar. Þennan mánuðinn munum við kynnast matargerð frá Afríku. Pat, Achie og vinkonur munu kitla bragðlaukana okkar með spennandi réttum frá þessari stórkostlegu heimsálfu. Jo mun kitla hláturstaugarnar með ekta Suður Afrískum humor.

Samtökin (W.O.M.E.N) bjóða fram kaffi, te og vatn en ykkur er velkomið að koma með ykkar eigin drykki.

Eins og vanalega bjóðum við allar konur velkomnar, en biðjumst þó þess að börn komi ekki með, þó tökum við tillit til þeirra kvenna sem hafa börn á brjósti sem geta ekki án þeirra verið

Verð: 2500 kr (í reiðufé. ekki kort)

Hvenær: Fimmtudaginn, 6 febrúar
Tímasetning: 19:00-22:00
Heimilisfang: Túngata 14 (Hallveigarstaðir)
101 Reykjavík
(Hurð til vinstri, leiðir niður í kjallara)

Aðeins pláss fyrir 30 manns, bóka sem fyrst.

Allar bókanir fara í gegnum eldhus@womeniniceland.is, við tökum ekki við pöntunum í gegnum Facebook.

Vinsamlegast látið vita ef þið komist ekki svo við getum tekið inn konur af biðlista.