Home > Event > Þjóðlegt eldhús -Matur frá Filippseyjum „Boodle Fight“
04 apríl, 2019
19:00 -22:00
Hallveigastaðir, Túngata 14, 101 Reykjavík

Sælar konur,

Samtök kvenna af erlendum uppruna á íslandi tilkynnir með ánægju að þjóðlegt eldhús okkar verður haldið Fimmtudaginn 4 apríl.

Í þetta skiptið mun matur frá Filippseyjum kitla bragðlaukana. Evelyn, Tess og Marvi frá  Project Pearl International -Iceland verða kokkar kvöldsins*. Matar menning Filippseyja er lítrík og fjölbreytt og við hlökkum til að fá tækifæri til að upplifa Filippseyjar í gegnum mat.

Þetta kvöld verður „Filippino Boodle Fight”. Þetta verður ekki venulegt matarkvöld þar sem að gestinir koma til með að borða með höndunum. Þetta snýst ekki um slagsmál (Fight) en þetta kemur sem hefð frá hernum að borða saman stóra máltið með höndunum.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri  til að kynnast þessari skemmtilegu hefð og góðri skemmtun.

Eins og vanalega bjóðum við allar konur velkomnar, en biðjumst þó þess að börn komi ekki með, þó tökum við tillit til þeirra kvenna sem hafa börn á brjósti sem geta ekki án þeirra verið:)

Staður og stund: fimmtudagur 4 apríl.
Hallveigarstaðir við Túngötu 14, 101 Reykjavík.
(vinstri hurð-niður í kjallara)

kl- 19:00 til 22:00


Þátttökugjald er 2500 kr
**
Greiðist með pening á staðnum.

Matur og kaffi eru innifalin, ef þið viljið fá eitthvað annað að drekka endlega komið þá með ykkar eigin drykki.

Hámarksfjöldi 30 manns.

Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á eldhus@womeniniceland.is

* Project Pearl International-Iceland eru regnhlífa Samtök fyrir filippseyinga sem búa á íslandi og er með markmið að tenga filippseyinga á islandi við þeirra heimaland og sambærileg samtök annar staðar í heiminum.

**Vegna aukins kostnaðar við þrif á sal og eldhúsi verðum við að hækka verð á viðburðinum. Vonandi kemur þetta ekki í veg fyrir að þú komir ekki og eigir góða kvöldstund með okkur stelpunum.