Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi voru stofnuð 24. október 2003. Hlutverk Samtakanna er að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið Samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins.

Á þessari heimasíðu eru upplýsingar um Samtökin, málefni og verkefni sem við störfum við. Einnig birtum við fréttir og tilkynningar um viðburði tengd innflytjenda-, kvenna- og fjölskyldumálum.

Í forsvari fyrir Samtök kvenna af erlendum uppruna er stjórn sem kosin er árlega á fundi og situr eitt ár í senn.

Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi.

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og óskir um inngöngu í samtök á netfang: info@womeniniceland.is

Við erum líka á  FACEBOOK  og á  Twitter