Langar þig að verða félagi í Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi?

Félagar greiða 4.500 króna félagsgjald á ári og rennur það beint til að styðja félagið og til að þróa verkefni kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi.

Gjaldgengar í félagið eru konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Kona af erlendum uppruna er skilgreind á eftirfarandi hátt skv. lögum félagsins:

  1. gr. “ Félagar geta orðið erlendar konur sem vilja vinna samkvæmt lögum félagsins og stefnuskrá, búsettar á Íslandi, óháð ríkisfangi þeirra. Með erlendar konur er átt við konur sem eru með annað eða bæði foreldri af erlendum uppruna óháð fæðingarstað kvennanna.“

Senda skal stjórn samtakanna skriflega umsókn um inngöngu í samtökin.

Félagsaðild felur í sér:

  • Forskráning í smiðjur og viðburði sem Samtök kvenna af erlendum uppruna styrkir
  • Fréttabréf
  • Réttindi til að kjósa á árlegum aðalfundi
  • Félagar geta komið með hugmyndir og tillögur að verkefnum til stjórnar
  • Félagar eru kjörgengir til lausra stjórnarstarfa á aðalfundi
  • Félögum er boðið í árlega veislu hjá Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Styðjið okkur með því að ganga til liðs við okkur í dag!