Langar þig að verða félagi í Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi?

Félagar greiða 3.000 króna félagsgjald á ári og rennur það beint til að styðja félagið og til að þróa verkefni kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi.

Gjaldgengar í félagið eru konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Kona af erlendum uppruna er skilgreind á eftirfarandi hátt skv. lögum félagsins:

  1. gr. ” Meðlimir samtakanna geta orðið erlendar konur, búsettar á Íslandi, óháð ríkisfangi þeirra. Með erlendar konur er átt við konur sem eru með annað eða báðar foreldra af erlendum uppruna óháð fæðingarstað kvennanna.”

Félagsaðild felur í sér:

  • Forskráning í smiðjur og viðburði sem Samtök kvenna af erlendum uppruna styrkir
  • Fréttabréf
  • Réttindi til að kjósa á árlegum aðalfundi
  • Félagar geta komið með hugmyndir og tillögur að verkefnum til stjórnar
  • Félagar eru kjörgengir til lausra stjórnarstarfa á aðalfundi
  • Félögum er boðið í árlega veislu hjá Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Styðjið okkur með því að ganga til liðs við okkur í dag!