Töfrar jólanna & kvennaganga | Magical Christmas & Women’s Walk

Töfrar jólanna & kvennaganga | Magical Christmas & Women’s Walk

*English below
Töfrar jólanna | Kvennaganga og laufabrauð
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Sunnudaginn 2. desember kl. 13:30-16:30

Söguhringur kvenna bíður öllum áhugasömum konum í jólagöngu undir leiðsögn sögukvennanna Hallveigar Thorlacius og Helgu Arnalds þar sem verður laumast inn á áhugaverða staði undir tindrandi ljósum miðborgarinnar. Sérstök áhersla verður lögð á jólasiði Íslendinga fyrr og síðar og koma Grýla, jólakötturinn og jólasveinarnir 13 til sögunnar. Lagt er afstað frá Borgarbókasafninu, Tryggvagötu 15.

Eftir hressandi gönguferð sem tekur um 45 mínutur verður farið upp á 6. hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni, þar sem við fáum að forvitnast um matarsiði Íslendinga á jólunum gegnum tíðina. Eitt af því sem einkennir undirbúning íslenskra jóla er laufabrauð og munum við læra listina að skera út og steikja laufabrauð.

Eftir frásögn Hallveigar og Helgu vonumst við til að heyra af hátíðarhaldi þeirra sem mæta á viðburðinn og er það öllum velkomið að koma með hátíðargóðgæti eða miðla á einn eða annan hátt því sem einkennir hátíðina í fjölskyldum eða upprunalandi ykkar. Léttar veitingar verða í boði.

Skráning hér í síðasta lagi 30. nóvember: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScWKK886rVUq7Ww4p7gToWTKas-sRfgvBwzAypvMADMBoxxGw/viewform

VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR :-)!

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafnsins og W.O.M.E.N – Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og hefur verið starfandi síðan 2008. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni og menningarheimi í skapandi umhverfi. Félagsskapurinn er opinn öllum konum sem langar að hitta aðrar konur, deila hugmyndum og ekki síst njóta samvista í afslöppuðu andrúmslofti. Söguhringurinn er kjörinn staður til tungumálaæfinga fyrir þær sem vilja ná betri tökum á íslensku. Allar konur velkomnar.

Nánari upplýsingar um viðburðinn:
Helga Arnalds: helga@tiufingur.is
s: 8953020

Esther Ýr Þorvaldsdóttir: Esther.Yr.Thorvaldsdottir@reykjavik.is
s: 8654666
http://www.borgarbokasafn.is
http://www.womeniniceland.is

*
Magical Christmas | Women´s Walk and Snowflake Cake
Reykjavík City Library/ Culture House Grófinni
Sunday 2nd December 13:30-16:30

The Women’s Story Circle invites all interested women on a Christmas walk guided by storytellers, Hallveig Thorlacius and Helga Arnald. We will be sneaking into interesting places under the sparkling lights of the city. Special emphasis will be placed on Icelandic Christmas traditions of old which include Grýla and the 13 Yule Lads with their Christmas cat. The walk takes off from The City Library in Tryggvagata 15.

After this refreshing walk, we will go up to the 6th floor of the City Library in Tryggvagata 15 where we get to be curious about Icelandic food traditions at Christmas time. One of the main features of Christmas preparation in Iceland is the making of Laufabrauð (Snowflake cake). We will learn the art of cutting out the patterns and frying this delicate bread.

Once Hallveig and Helga have finished their speeches, we will get a chance to share stories of our own Christmas traditions. Everyone is welcome to bring some Christmas goodies or share in one way or another what characterizes the festival in their family or country of origin. Light refreshments will be served.

Registration here no later than November 30th: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScWKK886rVUq7Ww4p7gToWTKas-sRfgvBwzAypvMADMBoxxGw/viewform

WE LOOK FORWARD TO SEEING YOU :-)!

The Women’s Story Circle is a co-operation between Reykjavik City Library and W.O.M.E.N. in Iceland since 2008. A forum where women exchange stories, experiences and cultural backgrounds and take part in creative activities. It is open to women who are interested in meeting other women, sharing stories and ideas and having a nice time in good and relaxed company. The Women’s Story Circle also gives women who want to practice the Icelandic language the perfect opportunity to express themselves in Icelandic and enhance their language skills. All women are welcome.

More info about the event:
Helga Arnalds: helga@tiufingur.is
s: 8953020

Esther Ýr Þorvaldsdóttir: Esther.Yr.Thorvaldsdottir@reykjavik.is
s: 8654666
http://www.borgarbokasafn.is
http://www.womeniniceland.is

Date

des 02 2018
Expired!

Time

1:30 pm - 4:30 pm

Location

Borgarbókasafnið
Borgarbókasafnið Reykjavík Iceland 101