Söguhringur kvenna | Hittumst!/ Let’s meet up!

Söguhringur kvenna | Hittumst!/ Let’s meet up!

*English below*
Glæsilega vordagskrá Söguhrings kvenna hefst sunnudaginn 17. febrúar á fyrsta hittingi ársins. Þá verður Emiliana Torrini sérstakur gestur og öll þau spennandi verkefni sem eru framundan verða kynnt. Söguhringurinn er vettvangur fyrir sköpun, fræðslu og samveru og í vor verður sérstök áhersla lögð á tónlist sem sameiginlegt tungumál. María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar, mun kynna einstakt tækifæri til þess að taka þátt í þrískiptri tónlistarsmiðju undir leiðsögn Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffiths og annarra tónlistarkvenna.

Einnig verður boðið upp á fræðslu og aðrar smiðjur í vor. Til dæmis er á dagskrá að safna saman uppáhaldsuppskriftum kvenna og útbúa sameiginlega uppskriftabók undir stjórn Shelagh Smith.

Árið 2018 var listaverkið Heima/Home eftir 80 konur í Söguhring kvenna afhjúpað á Listahátíð í Reykjavík og hangir það núna í Gerðubergi þar sem kynningardagskráin mun fara fram. Lilianne Van Vorstenbosch, sem stýrði sköpunarferlinu og fæðingu verksins, verður á staðnum og leiðir okkur inn í heim þeirra kvenna sem tóku þátt í að mála persónuleg tákn sem í sameiningu móta nýtt heimskort eða nýja heimssýn þeirra.

Hittumst, spjöllum og kynnumst! Allar konur eru hjartanlega velkomnar og þátttaka ókeypis.

Söguhringur kvenna hefur verið starfandi síðan 2008 og er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og W.O.M.E.N, samtaka kvenna af erlendum uppruna. Starfið er styrkt af Velferðarráðuneytinu og Tónlistarborginni vorið 2019.

-ENGLISH-
The exciting spring programme for The Women’s Story Circle begins on Sunday,17th February 2109. Emiliana Torrini will be our special guest and all the different projects for the season will be introduced. The Women’s Story Circle is a platform for creativity, information and togetherness. This spring we will be putting emphasis on music as language. Maria Rut Reynisdóttir, Project Manager for the Tónlistarborg Reykavík, will introduce the unique opportunity to participate in 3-part music workshop under the leadership of Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths and others.

We will also be offering informative talks and other workshops in the spring. One example will be to collect our favourite recipes, illustrate them and make our own recipes books using book binding methods under the guidance of Shelagh Smith.

In 2018, the artwork, Heima/Home created by 80 women from The Women´s Story Circle, was unveiled at the Reykjavík Art Festival and is now on display at Gerðuberg where we will hold our introductory meeting. Lilianne Van Vorstenbosch, originator and leader of the project, will lead us through the world of all the women who took part in painting personal images of what home meant to them. In combination, a new world was created depicting the
women’s vision of the world.

Let’s meet, chat and come together! All women are heartily welcome.
Participation is free.

The Women´s Story Circle has been going since 2008 and is a co-operative project between the Reykjavík City Library and W.O.M.E.N. in Iceland. The 2019 spring projects are funded by the Ministry of Welfare and Tónlistarborgin Reykjavík.

Borgarbókasafnið Gerðubergi
Gerðuberg 3-5
111 Reykjavík

Date

feb 17 2019
Expired!

Time

1:30 pm - 3:00 pm

Location

Borgarbókasafnið Gerðuberg
Borgarbókasafnið Gerðuberg