Söguhringur kvenna hefst á ný | The Story Circle – First Meet-Up

Söguhringur kvenna hefst á ný | The Story Circle – First Meet-Up

*English below*

Kynningaruppákoma fyrir haustdagskrá Söguhringsins
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Sunnudaginn 2. september kl. 14:00-15:30

Vertu velkomin á sérstaka kynningaruppákomu þar sem hægt verður að fræðast nánar um dagskrá haustsins, sem verður einstaklega fjölbreytt. Meðal annars verður boðið upp á leshring, leiklistar- og spunasmiðjur og tónlistarsmiðjur svo allar konur ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Múltíkúltíkórinn — Fjölþjóðlegur sönghópur kvenna ætlar að gleðja okkur með því að syngja nokkur lög á mismunandi tungumálum, undir stjórn Margrétar Pálsdóttur! Hljóðfæraleikarar eru Ársæll Másson á gítar, Ari Agnarsson á harmónikku og Rafael Cao Romero á slagverk.

Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur þvert á samfélagið til að hittast, kynnast og tengjast. Hér notum við listræna sköpun til að segja frá reynsluheimi okkar auk þess sem boðið er upp á ýmis konar fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Öllum konum er velkomið að taka þátt hvenær sem er.

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.

Léttar veitingar verða í boði.

Sjá nánar um Söguhring kvenna hér: http://borgarbokasafn.is/is/content/söguhringur-kvenna

*ENGLISH*

The Women’s Story Circle – Introductory Event
Reykjavik City Library | Grófin Culture House
Sunday, September 2nd at 2:00- 3:30 pm

Welcome to a special introductory event about the fall program of The Women’s Story Circle, which will be very diverse. Among the activities offered will be a reading circle, a theatre and improv workshop and a world music workshop.

The Múltíkúltí Choir lead by Margrét Pálsdóttir will entertain us by singing a couple of songs in diverse languages!

The Women’s Story Circle is a forum where women across society meet up and connect. We share experiences and stories through the arts and creativity and offer a wide range of informative meetings about the culture and society we live in. All women are welcome to participate at any time.

The Women’s Story Circle is a cooperation between Reykjavik City Library and W.O.M.E.N in Iceland. The fall program 2018 is funded by The Ministry of Welfare.

Refreshments will be served.

See more about The Women’s Story Circle here:
http://www.borgarbokasafn.is/en/content/womens-story-circle

Date

sep 02 2018
Expired!

Time

2:00 pm - 3:30 pm

Location

Borgarbókasafnið
Borgarbókasafnið Reykjavík Iceland 101