
Nýtt heimskort / A new world map
———————- ENGLISH BELOW ———————-
Nýtt heimskort Söguhrings kvenna
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Tryggvagötu 15, 6. hæð
Söguhringur kvenna býður allar konur velkomnar að taka þátt og skapa list. Ferlið hófst í september síðastliðinn og verður unnið til lok apríl en nýgræðingar geta byrjað hvenær sem er í ferlinu!
Lilianne van Vorstenbosch, myndlistarkennari, sem hefur leitt konurnar í gegnum myndlistarverkefni söguhringsins, verður í fararbroddi og aðstoðar okkur við að leggja okkar af mörkum til heimsins. Með aðstoð Lilianne höfum við nú þegar breytt ásýnd Reykjavíkur (sjá listaverk sem hangir í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu) og ásýnd Íslands í nýlegasta verkinu sem okkur var falið að búa til fyrir Kaffitár. Íslandskort Söguhrings kvenna sem unnið var fyrir Kaffitár hefur öðlast „framhaldslíf“ í innanhússhönnun kaffihúsanna, á kaffiumbúðum, bílum og almennu kynningarefni fyrirtækisins.
Verkin einkennast af einfaldri en djúpri tjáningu og persónulegri sögu hvers þátttakanda. Þannig gefur verkið rými fyrir mismunandi sýn viðkomandi á heimalandið, heiminn, og mannkynið almennt. Áhersla er lögð á sameiningu, frið og samhljóm, tengsl allra og alls milli himins og jarðar. Að vinna saman myndlist krefst þess að einstaklingurinn lagi sig að hópnum og hópurinn að einstaklingnum og sá samruni endurspeglast í litasamsetningu, formi og heildarásýnd listaverksins.
Listaverkunum er ætlað að miðla ríkidæmið sem felst í því fjölbreyttu menningarlegu landslagi sem við búum í – innan og utan Borgarbókasafnsins.
Þú þarft ekki að vera listamaður til að taka þátt. Þú munt læra mjög einfalda punktamálunartækni svo þú getir með einföldum hætti sett þitt mark á heiminn.
Við hlökkum til að kynna verkefnið og hlusta á hugmyndir ykkar!
Allar konur eru hvattar til að koma og fræðast um nýja listsköpunarverkefnið og hitta nýtt fólk.
Kaffi og léttar veitingar verða í boði.
Sjá nánar: http://www.borgarbokasafn.is, http://www.womeniniceland.is
————————————————————————–
The New World Map of The Women’s Story Circle
Reykjavik City Library
Tryggvagata 15, 6th floor
The Women’s Story Circle welcomes all women to take part in an a new art project which started last September and will take place until the end of April. ‘The New World Map’ project will be headed by Lilianne van Vorstenbosch, an art teacher who has led the women of the Story Circle through several projects, helping us to leave our mark on the world. With Lilianne’s help, we have already changed the face of Reykjavík (see the art work in the City Library in Tryggvagata) and the face of Iceland in our commissioned work for Kaffitár, called ‘The New Map of Iceland’. This artwork is visible on the coffee packages, cars and cafés of the company, as well as in other parts of their brand products.
In both paintings, women from all over the world painted a personal symbol representing themselves, or ties with their country of origin, on a background map of Reykjavík or Iceland. Our new project will concentrate on painting different perspectives on the WORLD we live in. The artwork is meant to enhance the richness of the culturally diverse landscapes we live in – inside and outside the Reykjavik City Library.
You do not have to be an artist to take part, as you will learn a very simple dot painting technique from the start of the project, so you can leave your mark on the world. We are looking forward to introducing the project to you and to hear your ideas.
We encourage all women to come and learn about our new art project and to meet new people!
Coffee and light refreshments will be served.
More info: http://www.borgarbokasafn.is, http://www.womeniniceland.is