
Live Mapping með Helgu Arnalds og Aude Busson
*English below
Live mapping – upplifun, tilraunir og tjáning
//Leiklistar- og spunasmiðja
Hvað upplifi ég í þessu umhverfi? Hvernig er að vera ég, hér á þessum stað?
Í leiklistarvinnustofum Söguhrings kvenna verður að þessu sinni unnið að því að dýpka skilning á eigin upplifun í umhverfinu. Vinnustofurnar eru upplifunar- og tilraunastofur þar sem unnið er með skynjun í gegnum hreyfingu, leiklist og myndlist. Smiðjan fer fram á íslensku og ensku.
Helga Arnalds og Aude Busson leiða fjórar sjálfstæðar vinnustofur sem móta saman eina heild en þó verður hver og ein með sérstæðan fókus. Þó er ekki nauðsynlegt að þátttakendur mæti í allar smiðjurnar. Vinnustofurnar eru byggðar á leikrænum- og skapandi æfingum en auk þeirra verður farið í vettvangsferðir.
Að rata
að finna staði
að finna sér stað
að finna sig
Til eru margskonar kort – veðurkort, strætókort, tilfinningakort, vísakort, skynjunarkort, tungumálakort, ljósakort, ímynduðkort, borgarkort, sundkort og svo auðvitað landakort.
Þegar maður kemur í nýtt land geta kortin snúist á hvolf, hætt að virka eða jafnvel fokið út í vindinn. Á námskeiðinu söfnum við saman litlum vísbendingum, blásum á þær með ímyndunarafli okkar og spinnum nýjan þráð sem gefur okkur nýjar leiðir og merkingu með hreyfingu, tjáningu og nýjum heimatilbúnum kortum.
Við vinnum með mismunandi aðferðir og reglur til að fá dýpri skilning á eigin upplifun í umhverfinu. Í hverri vinnustofu munu þátttakendur skrásetja upplifun sína, hvort sem það verður með ljósmyndum, textum eða teikningum.
Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.
Dagskrá Söguhrings kvenna haustið 2018:
http://borgarbokasafn.is/is/content/s%C3%B6guhringur-kvenna
———————————————
*Live mapping – Explore, experiment, express
//Performance and Improvisation Workshop
Reykjavik City Library | Gerðuberg Culture House
Saturday, October 13th, 1.00 PM
What do I experience in this environment? How is it to be me, right now, right here?
In the Theatre and Improv Workshop, hosted by The Women’s Story Circle, we will seek to deepen our understanding of our experience in the environment. Experimenting and experiencing is the essence of the workshop where we try to deepen our senses through movement, acting and visual arts.
The workshop is in Icelandic and English.
Helga Arnalds and Aude Busson lead four independent workshop that together create one whole, although each workshop has a unique focus point. It is not mandatory to attend all workshops. The workshop is constructed of theatrical and creative exercises but in addition to those, participants are invited to go on field trips.
To find your way
to find places
to find a place for yourself
to find yourself
There are many different types of maps – weather maps, emotional maps, language maps, sensational maps, imaginative maps, city maps, and of course we have the world map.
Moving to a new country can turn the maps upside down, flip them over and perhaps even tear them up and cast them in the wind. During the workshop we pick up small pieces, blow onto them our imagination and pick up threads to make a cloth of meaning by using movement, expression and new, home-made maps.
We use different methods and rules to get a better understanding of our own experience in the environment. During each session, the participants will document their experience by using photography, texts or sketches.
The Women’s Story Circle is a co-operation between Reykjavik City Library and W.O.M.E.N. in Iceland. The program of the fall 2018 is supported by The Ministry of Welfare.
Take a look at the schedule: http://borgarbokasafn.is/en/content/womens-story-circle