Listasmiðja | Art Workshop

Listasmiðja | Art Workshop

*English below
Söguhringur kvenna | Listasmiðja fyrir konur
Miðvikudagur 28.11 kl.20-22
Laugardagur 1.12 kl. 13-16

Í þessum listasmiðjum Söguhrings kvenna munu Helga Arnalds og Aude Busson skapa þægilegt umhverfi þar sem konum gefst tækifæri til að kynnast hver annarri og sjálfum sér í gegnum listsköpun. Við munum læra skemmtilegar og skapandi æfingar í dansi, teikningu, ljósmyndun og leik sem geta nýst okkur áfram út í lífið. Þar að auki verður farið í skapandi göngu í nærumhverfinu, ef veður leyfir. Við munum lyfta okkur upp úr hversdeginum og gefa okkur tíma til að ræða saman og kynnast undir nýjum kringumstæðum.

Öllum konum er velkomið að skrá sig og taka þátt í báðum smiðjum.

Smiðjurnar fara fram á íslensku og ensku.

SKRÁÐU ÞIG HÉR https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdD9qPodPLvsI27IqdSQFCxVfR8BrGyGVNDJBPtUun5U89aVg/viewform

Skráningu fyrir miðvikudagssmiðjuna lýkur kl. 16:00 samdægurs, 28. nóvember.

Skráningu fyrir laugardagssmiðjuna lýkur kl. 12:00 samdægurs, 1. desember.

Ef þið hafið einhverjar spurningar, hafið vinsamlegast samband við Aude Busson: busson.aude@gmail.com.


Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.

*The Women‘s Story Circle | Art Workshop for Women
Wednesday, November 28th at 8-10 PM
Saturday, December 1st at 1-4 PM

In these art workshops of The Women‘s Story Circle, hosted by artists Helga Arnalds and Aude Busson, we create a friendly environment where women can get to know each other through art creation. We will learn fun and creative exercises in dance, drawing, photography and play that can benfit us later in life. Additionally, we will have a creative walk in the vicinity, depending on the weather. Come and enjoy a little break from everyday life, make some time to talk and meet new friends in unconventional conditions.

All women are welcome and can register for both workshops. The workshops are in Icelandic and English.

REGISTER HERE https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdD9qPodPLvsI27IqdSQFCxVfR8BrGyGVNDJBPtUun5U89aVg/viewform

Deadline for the Wednesday workshop is 4 PM at the day of the event, November 28th.

Deadline for the Saturday workshop is at noon of the day of the event, December 1st.

If you have any questions don’t heistate to contact Aude Busson: busson.aude@gmail.com

The Women’s Story Circle is a co-operation between Reykjavik City Library and W.O.M.E.N. in Iceland since 2008. A forum where women exchange stories, experiences and cultural backgrounds and take part in creative activities. The program of the fall is supported by The Ministry of Welfare.

Date

des 01 2018
Expired!

Time

1:00 pm - 4:00 pm

Location

Borgarbókasafnið Menningarhús Gerðubergi
Borgarbókasafnið Menningarhús Gerðubergi Reykjavík Iceland