Leshringur Söguhrings kvenna | Reading Circle

Leshringur Söguhrings kvenna | Reading Circle

*ENGLISH BELOW*
Í samstarfi við Ós Pressuna bjóðum við öllum konum að koma og mynda leshring.

Hópurinn ákveður í sameiningu hvaða bækur skal lesa, hvort ákveðið þema verður, hvaða staði á að heimsækja, hvort rithöfundum bókanna verður boðið að koma í leshringinn eða hvort horft verður á kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir bókunum.

Þetta verður opinn og óformlegur leshringur sem mun byggjast á samfélagi kvenna með það að markmiði að fagna bókum og bókmenntum.

Fjöldinn er takmarkaður við 15 konur og enn eru nokkur pláss laus. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á eftirfarandi netfang: ospressan@gmail.com

Fyrsta kvöldið verður 19. september og mun hópurinn hittast þriðja miðvikudag í mánuði eftir það.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Um Söguhring kvenna

Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur til að hittast, kynnast og tengjast. Listræn sköpun er notuð sem tjáningarform í hringnum en einnig er boðið er upp á ýmis konar fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Hringurinn hefur verið starfandi í 10 ár og öllum konum er velkomið að taka þátt.

Í haust verður dagskráin einstaklega fjölbreytt, meðal annars verður boðið upp á leshring, leiklistar- og tónlistarsmiðjur. Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.

Dagskrá Söguhrings kvenna haustið 2018:
http://borgarbokasafn.is/is/content/s%C3%B6guhringur-kvenna

——–ENGLISH——–

The Reading Circle is a grass-root initiative with Ós Pressan and the Women’s Story Circle, where women are invited to take part in choosing books, topics to discuss, places to visit, authors to invite or films to watch. An open and community-based platform aimed at celebrating books and literature in an informal atmosphere.

All women are welcome to register and the group is limited to 15 participants. You can sign up through: ospressan@gmail.com

The Women’s Story Circle is a co-operation between Reykjavik City Library and W.O.M.E.N. in Iceland. A forum where women exchange stories, experiences and cultural backgrounds and take part in creative activities. It is open to women who are interested in meeting other women, sharing stories and ideas and having a nice time in good and relaxed company. The Women’s Story Circle also gives women who want to practice the Icelandic language the perfect opportunity to express themselves in Icelandic and enhance their language skills.

The program of the fall will be very diverse and dynamic with different forms of art and expressions. Among the activities offered will be a reading circle, a theatre and improv workshop and a world music workshop.

The project is supported by The Ministry of Welfare.

The Women’s Story Circle’s Schedule: http://borgarbokasafn.is/en/content/womens-story-circle

Date

sep 19 2018
Expired!

Time

7:30 pm - 9:00 pm

Location

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi