
Kvennaborðið – Madama Butterfly í Íslensku óperuna. Hvað finnst þér?
Óperan Madama Butterfly er eftir Giacomo Puccini. Hún var frumsýnd árið 1904, gerist í Japan í gamla daga og fjallar um samband bandarísks hermanns við 15 ára japanska stúlku.
Uppsetning Íslensku óperunnar á verkinu Madama Butterfly er sögð rasísk (til dæmis yellowface) en óperustjróri segir fyrstu skyldu stofnunarinnar vera við listina. Hvað finnst þér?
- Ertu búin að sjá sýninguna? Á Íslandi? Erlendis?
- Hvernig liður þér sem kona af erlendum uppruna?
- Er sýningin að endurspegla austurlandahyggju?
- Er hægt að setja upp sýningu með íslenskum leikurum sem gerist í Japan án þess að það sé rasískt? Hvernig?
- Hvernig á að berjast gegn rasisma í listum?
Greinar um málefni:
Mótmæla rasískri uppsetningu á óperunni Madama Butterfly – RÚV.is
Boðað hefur verið til mótmæla við Hörpu á laugardag til að mótmæla uppsetningu Íslensku óperunnar á verkinu Madama Butterfly. Sýningin er sögð rasísk í garð fólks af asískum uppruna.
Segir fyrstu skyldu Íslensku óperunnar vera við listina – RÚV.is
Óperustjóri segir fyrstu skyldu stofnunarinnar vera við listina. Allt kapp hafi verið lagt á að koma sýningunni sem best til skila og hún segir Íslensku óperuna hafa leitað ráðlegginga hjá einstaklingum af japönskum uppruna.
The Icelandic Opera criticised for use of yellowface in Madama Butterfly – RÚV.is
The production is criticised for being racist against Asian people. A group of protesters will gather outside Harpa concert hall on Saturday.
„Þegar þú lítur á kynþátt annars sem búning þá er það menningarnám”
Laura Liu, kínversk-amerískur fiðluleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, hefur harðlega gagnrýnt sýninguna Madama Butterfly sem frumsýnd var í vikunni í Hörpunni. Hún segir sýninguna ýta undir rasískar staðalímyndir og segist hafa fengið mjög dónaleg viðbrögð frá hljómsveitarstjóra.
Kvennaborðið er öruggt rými til að æfa íslenskuna okkar saman um mikilvæg málefni