Heimstónlist, vinnustofa // World Music, Workshop with DARIA

Heimstónlist, vinnustofa // World Music, Workshop with DARIA

*English below*

Heimstónlist með Dariu
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Helgina 15. og 16. september

Helgina 15. og 16. september bjóðum við ykkur að koma með okkur og læra um heims- og þjóðlagatónlist Ameríku fyrir landnámstíma. Söguhringur kvenna fær til sín hina margverðlaunuðu tónlistarkonu DARIU og sem fyrr eru allar konur velkomnar í þennan glæsilega hóp kvenna á öllum aldri sem koma hvaðanæva að úr heiminum.

Athugið að smiðjan fer fram á ensku.

Laugardaginn 15. september 2018:
Lög, sögur og hljóðfæri frá fyrri öldum Ameríku

Hvaða hljóðfæri notaði fólk á fyrstu árum Bandaríkjanna? Fólk lifði oft við þröngan kost og notaði því oft áhöld sem til voru á heimilinu, líkt og þvottabretti og skeiðar, til að skapa tónlist. Í þessari smiðju mun DARIA spila á Appalachian dulsimer (amerískt langspil), skeiðar, þvottabretti og limberjack dúkkur. DARIA deilir einnig með okkur tónlist frumbyggjanna í Ameríku sem bjuggu þar löngu áður en landnemarnir komu.

Sunnudaginn 16. september 2018:
Lög, sögur og hljóðfæri frá ýmsum heimshornum

Mannfólk býr til tónlist alls staðar í heiminum. Og það gerir það á afskaplega skapandi og yndislegan máta. DARIA sýnir okkur tónlistararfleifð frá hinum ýmsu heimshornum og mun flytja fyrir okkur tónlist á hinum ýmsu tungumálum með hljóðfærum á borð við shekere frá Afríku, chapchas frá Perú og söngskál frá Tíbet.

Í haust verður dagskrá Söguhringsins einstaklega fjölbreytt, meðal annars verður boðið upp á leshring, leiklistar- og tónlistarsmiðjur. Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.

Nánar um Söguhring kvenna:
http://borgarbokasafn.is/is/content/s%C3%B6guhringur-kvenna

*ENGLISH*

World Music with DARIA
Reykjavik City Library | Grófin Culture House
Weekend of September 15th and 16th

On September 15th and 16th, we invite women to come join us and learn about world music and the folk music of early America with award-winning musician and singer/songwriter DARIA. The events of the Women’s Story Circle are open to women of all ages and of all nationalities!

The workshop is in English.

Saturday, September 15, 2018:
Songs, Stories and Instruments From Early America

What instruments did people play in the early days in the United States? Times were hard and people often used very basic household items – like washboards and spoons – as part of their music making. In this program, DARIA will play the Appalachian dulcimer (similar to the Icelandic langspil), spoons, washboard and the dancing limberjack musical doll. DARIA also shares some of the music of the Native Americas who predated the colonists in the United States.

Sunday, September 16, 2018:
Songs, Stories and Instruments From Around The World

All around the world, people make music. And they do so in the most creative and wonderful ways. DARIA will share with us some world music traditions as she performs music in a variety of different languages featuring instruments such as the African shekere, Peruvian chapchas and the Tibetan singing bowl.

Learn more about The Women’s Story Circle here: http://borgarbokasafn.is/en/content/womens-story-circle

Date

sep 15 - 16 2018
Expired!

Time

2:00 pm - 4:00 pm

Location

Borgarbókasafnið
Borgarbókasafnið Reykjavík Iceland 101