Kynbundið ofbeldi

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Samtökin taka þátt í árlegri herferð 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.

Á hverju ári, frá 25. nóvember til 10. desember stendur fjöldi aðila og samtaka, sem láta sig málefnið varða, fyrir margvíslegum viðburðum í því augnamiði að vekja athygli almennings á orsökum og afleiðingum kynbundins ofbeldis.

Nánar um herferð á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands, http://mannrettindi.is/servefir/16dagar

2007

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi stóðu fyrir fyrirlestri um baráttu gegn sæmdarglæpum á Nordurlöndum. Gestur samtakanna var Fatma Mahmoud frá
samtökum innflytjendakvenna IKF í Svíþjóð, en hún hefur í mörg ár unnið við að aðstoða innflytjendakonur í Svíþjóð sem eiga á hættu að verða fórnarlömb sæmdarglæpa. Fyrirlesturinn var haldinn 28. nóvember 2007 í Norræna húsinu.

29. nóvember var í Hinu Húsinu sýnd mynd „The Price of Life“ sem fjallar um mannsal í Króatíu.

2008

Þriðjudaginn, 2. desember stóðu Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi fyrir bókakvöldi á Kaffi Kultura, Hverfisgötu 18. Ragnhildur Sverrisdóttir, blaðakona kynnti bók sina „Velkomin til Íslands – sagan af Sri Rahmawati“. Á eftir voru umræður með þátttöku rithöfundar, Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss og Stefáns Eírikssonar, lögreglustjóra.

2010

2011

2012

2013

You may also like

Discover more from W.O.M.E.N. á Íslandi

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading