Showing: 11 - 20 of 44 Articles

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna snerist um nælonsokka í Póllandi

Þegar Joanna Marcinkowska, varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, var að alast upp í Póllandi á níunda áratugnum gáfu karlmenn konum nælonsokkabuxur á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars. Hún segir daginn eiga að vekja okkur til umhugsunar um allt sem hefur áunnist en líka til að berjast áfram. Eitt af baráttumálum félagsins sé …

Endurbæta þurfi ákvæði um nálgunarbann

Brýnt er að skerpa á ákvæðum laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili að mati sjö samtaka sem afhentu innanríkisráðherra ályktun þess efnis í dag. Að ályktuninni standa Femínistafélag Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót og Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Nálgunarbannsmálum hefur fjölgað fyrir dómstólum. Fimm hafa komið fyrir Hæstarétt …

Blekktar til að gerast ábyrgðarmenn

„Við brýnum fyrir þeim sem koma á námskeið til okkar að skrifa ekki undir neitt ef þau eru ekki viss um hvað það er. Hafa fyrst samband og fá aðstoð,“ segir Anna Katarzyna Wozniczka, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Dæmi eru um mál þar sem konur af erlendum uppruna hafa skrifað undir lánaábyrgðir á …

Kvenréttindi – mál okkar allra

Anna Katarzyna Wozniczka skrifar Í dag, 19. júní, fögnum við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi kvenréttindadeginum og óskum öllum íbúum landsins til hamingju með daginn! Hlutverk samtakanna, sem eru nú á sínu ellefta starfsári, hefur alltaf verið að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að …

Jafnrétti snýst um fleira en jafnrétti kynjanna

Markmið W.OM.E.N. in Iceland er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins og eru Samtökin opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi, segir Anna Katarzyna (Ania) Wozniczka, formaður. Þrátt fyrir að Samtökin séu kvennasamtök, segir Ania að málefni barna og karla séu ekki …

Mikilvægt að ræða um fordóma

Ef ekki er talað um fordóma breytist aldrei neitt. Þetta segir formaður samtaka kvenna af erlendum uppruna. Hún segir að við þurfum að hætta að flokka fólk eftir til dæmis þjóðerni og fara að tala um einstaklinga. Í kvöldfréttum í gær sagði Cynthia Trililani að asískar konur mæti miklum fordómum á Íslandi, séu kallaðar ljótum …