Events News The Women's Table

Kvennaborðið – Áramótaskaupið 2022 og bestu atriðin!

Samantekt

Konur af erlendum uppruna ræddu saman um Áramótaskaupið 2022 þann 19. janúar í Iðnó.

Hvað er Áramtótaskaupið? “Skaupið” er árlegur 50 mínútna sjónvarpsþáttur. Þátturinn er mikilvægur þáttur í áramótahátíð fyrir Íslendinga. Í þættinum er horft á liðið ár með húmor, sérstaklega af stjórnmálamenn, listamenn, viðskiptasfólki og öðru menningarefni.

Horfðuð þið á það? Við vorum allar búnar að horfa á Áramótaskaupið. Skaupið var stundum of hratt og það var ekki alltaf auðvelt að skilja strax hvað gerðist. Sum okkar horfðu á skaupið tvisar.

Eitt atriði sem var auðvelt að skilja vegna samhenginsins var “Upphafslag” um umferð, sem var mjög vel gert. “Poka” var mjög vinsæl atriði líka og svo auðvelt að skilja. Sum okkar muna lagið “Hún gleymdi poka” þegar við förum í búð. Kannski var atriðið mjög fyndið og mjög gott fyrir umhverfið á sama tíma!

Eitt sem var erfitt að skilja til dæmis var „Hestur“ vegna þess að það var eitthvað mjög sérstakt sem gerðist og svo skrítið líka.

Sumt atriði var erfitt að horfa, til dæmis „Hælisleitandi“ sem var mjög grimmt, eða “Læknaðu þig heima”.  Við vitum ekki hvort við eigum að hlæja eða gráta. Á sama hátt var “Strokufangi” #1 og #2 þar sem sami maður er handtekinn tvisar, mjög sorglegt en mjög vel gert. Það er mikilvægt að gleyma ekki að þetta gerðist og að sýna samfélaginu að þetta var ekki allt í lagi.

En ein spurning sem skiptir máli að okkar mati: Hvernig var fólkið af erlendum uppruna sýnt í Áramótaskaupið? Það er satt að fjölbreytileiki var til, meira en undanfarin ár, sem er gott. En samt heyrðum við konu af erlendum uppruna talar íslensku með hreim bara einu sinni, í „Beef“, þar sem hún var þerna og talaði um lág laun. Er þetta kannski staðalímynd? Að lokum væri frábært að hafa meira fólk sem talar íslensku með hreim á næsta ári!

Það var nauðsynlegt að þekkja fréttirnar til að skilja sum atriði. Hvernig við tengjumst þeim sem fólk sem er að læra íslensku? Okkur fannst að fréttir eru eins og íslenska: maður á að vera fullkominn eða byrjendi. Það er ekki mikið í boði á milli. Okkur vantar grunnupplýsingar og samhengi í mörgum fréttum. Í öðrum löndum eru til “auðveldar fréttir” eða “Fréttir á einföldu máli” fyrir fólk sem er að læra. Þetta væri frábært að hafa á Íslandi líka!

Við vorum öll sammála að Áramótaskaupið 2022 var skemmtilegt! Við skildum 60 til 99% af Skaupinu.

Að okkar mati voru bestu atriðin:

Poka

Húsnæði fyrir marga

Læknaðu þig heima

Bankasala

Upphafslag

Fréttin: RÚV er nýkomin með “Fréttir á auðskildu máli” (easy to undersand News in Icelandic) : https://www.ruv.is/audskilid

Auðskilið – RÚV.is

No Description

You may also like