Markmið verkefnisins er að efla konur af erlendum uppruna bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, virkja þær í gegnum skipulagða sjálfsstyrkingu til þátttöku í samfélaginu og kynna fyrir þeim þátttöku í virku félagsstarfi.
Aukamarkmið er að greina vandamál sem standa í vegi fyrir eða hamla aðlögun (a.) samfélagsleg (b.) einstaklingsbundin.
Markhópur verkefnisins eru konur af því þær spila lykilhlutverk í fjölskyldu- og samfélagslífi og geta haft mikil áhrif á greiningu og lausn á vandamálum.
Verkefnið er frábrugðið hefðbundinni þjónustu við innflytjendur, þar sem konur eru að hittast í þægilegu umhverfi, kynnast betur konum með svipaða reynslu (eins og konur í atvinnuleit, konur sem þjást af meðvirkni, konur í námi, konur í blönduðum samböndum, flóttakonur) og fá aðstoð frá sérfræðingum, sem eru jafningjar þeirra. Það er búið að halda tvö vel heppnuð heilsdagsnámskeið á Akranesi og í Reykjanesbæ.
Námskeið á höfuðborgasvæðinu og á fleiri stöðum verða haldin á næstunni með svipuðu sniði. Notaðar eru blandaðar aðferðir þar sem konur skoða fortíð, stöðu í dag og hvert þær stefna.
Við lok verkefnisins verður gerð skýrsla frá námskeiði/smiðjum ásamt fræðsluefni. Hún verður aðgengileg á heimasíðu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og send í rafrænu formi til opinbera stofnanna, sveitarfélaga, ýmissa félaga innflytjenda og annara hagsmunaaðila sem vinna að innflytjendamálum.
Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála og Soroptimistasambandi Íslands og Reykjavíkur og er haldið í samstarfi við Rauða Krossinn á Suðurnesjum og Akranesi.