Publications

Menningarkort Reykjavíkur til fulltrúa úr Samtökum kvenna af erlendum uppruna

Útgáfa menningarkorta – Stofnun samtaka kvenna af erlendum uppruna

menningakort

Frá Listasafni Reykjavíkur

Í dag, þriðjudag 1. febrúar, afhenti borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, fyrstu Menningarkort Reykjavíkur til fulltrúa úr Samtökum kvenna af erlendum uppruna. Samtökin urðu fyrir valinu þar eð þau hafa látið að sér kveða á sviði menningar- og mannúðarmála.

Samtökin voru stofnuð 24. október 2003. Hlutverk þeirra er að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd.

Markmið Samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins, en meðal þess sem hefur verið á dagskrá samtakanna er söguhringurinn, leshringur, sem starfræktur er í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur.

Við afhendinguna sagði borgarstjóri:

Við búum í fjölmenningarlegu samfélagi. Lykilatriðið er að njóta þeirrar fjölbreytni sem fyrirfinnst í mannlífi og menningu. Virkja aflið sem hlýst af því þegar fólk af ólíkum uppruna fær notið sín og miðlar þekkingu á framandi menningu til að auka víðsýni í samfélaginu. Samtök kvenna af erlendum uppruna hafa einmitt gegnt lykilhlutverki í fjölmenningarmiðlun, og eiga þakkir skilið fyrir gott starf.

http://www.pressan.is/Menningarpressan/Lesa_Myndlist/utgafa-menningarkorta—stofnun-samtaka-kvenna-af-erlendum-uppruna?pressandate=20110210

You may also like