Góðir málþingsgestir,

Það er mér sönn ánægja að taka þátt í umræðu um stöðu íslenskar tungu og ég fanga framtaki íslenskar málnefndar sem í sinni skoðun á stöðu tungumálsins hefur fyrir löngu ákveðið að beina sjónum sinnum að nýjum notendum tungumálsins, en það hefur íslensk málnefnd gert fyrir nokkrum árum síðan, þ.e.a.s. í stefnuskrá sinni 2002-2005 stendur

“Viljum við að innflytjendur verði virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og að íslenska verði áfram ríkjandi mál í daglegum samskiptum ólíkra hópa verður þeim að standa til boða að kostnaðarlausu öflug íslenskukennsla. Að öðrum kosti er hætta á því að innflytjendur líti á íslensku sem mál valdhafans fremur en sitt annað mál og kjósi að læra það ekki til hlítar heldur leggja frekar rækt við ensku. Slíkrar tilhneigingar gætir nú þegar meðal ýmissa innflytjendahópa í Evrópu (sjá Förslag till handlingsprogram för att främja svenska språket 1999:91).”

Samtökin kvenna af erlendum uppruna tóku undir þessa ályktun Íslenskrar málnefndar og vísuðu í þann hluta stefnuskrár í um tillögu til þingsályktunar í máli 387 á 130 löggjafarþingi 2003-2004. Í umsögninni tókum við undir með flutningsmönnum tillögunnar um að þörf sé á athugun á réttarstöðu íslenskrar tungu í löggjöfinni, en tökum afstöðu til þess hluta tillögunnar er varðar „tungumál nýbúa“.Við teldum að stjórnvöld þurfti að móta ákveðna stefnu um íslenskukennslu til innflytjenda en bendum á að tilfinnanlegur skortur var á námskrá fyrir íslensku sem erlent tungumál. Auk þess  þarf að auka skilning á mikilvægi sérhæfðar kennaramenntunar á þessu sviði.

Við heldum líka málþing sem við kölluðum Íslenska já takk – niðurstöður

Samtök kvenna af erlendum uppruna hafa frá stofnun tekið skýra afstöðu til tungumálsins sem hér er talað, og álitið það bæði skyldu og réttindi útlendinga sem hér hefja búskap að ná tökum á íslenskri tungu. Það er augljóst að til þess að aðflutt fólk á Íslandi geti tekið fullan þátt í öllum sviðum samfélagsins er nauðsynlegt að það nái góðum tökum á íslensku. Ef þetta gerist ekki er hætta á að önnur tungumál, eins og t.d. enska, verði samskiptatungumál þessa hóps. Þegar samtökin voru stofnuð siðla árs 2003 var takmarkað framboð af námskeiðum í íslensku, sér í lagi á landsbyggðinni.

Um leið og íslenskt samfélag hefur orðið fjölþjóðlegra en áður var hefur þeim tungumálum, sem notuð eru á Íslandi, fjölgað ört. Sú þróun mun ekki að vera skaðleg íslenskri tungu ef íslenska verður áfram aðalsamskiptamálið í fjölmenningarsamfélagi á Íslandi. En hvernig má tryggja að íslenska verði aðalsamskiptamálið – en ekki til dæmis enska.

Hvernig getum við best tryggt að íslenska verði aðalsamskiptamálið í fjölþjóðlegu samfélagi á Íslandi?

  1. Það sem snýr að Íslendingum
    1. Praktísk atriði
      i.      Kennsla í íslensku þarf að vera vönduð og fjölbreytt
      ii.      Hæfir kennarar þurfa að fást – viðurkenning á námi, starfsreynslu, virkja auð útlenska kennara
      iii.      Bjóða upp á mismunandi stig og mismunandi hraða á námskeiðu
      iv.      Tryggja greiðan aðgang að ódýri kennslu
      v.      Viðhorf: fjölmargir Íslendingar hafa ekki áhuga á að tala íslensku við fólk sem talar málið ekki reiprennandi. Þannig sér maður íslendinga iðulega bregða fyrir sig ensku í samskiptum við fólk sem talar ef til vill betri íslensku en ensku, þótt það eigi erfitt með hvorttveggja.

 

Á íslenska að vera hluti af starfsþjálfun í vinnutíma?

Ætti að skylda vinnuveitendur til að gefa starfsmönnum sínum kost á íslensku í vinnutíma

Hvaða úrbætur í kennsluefni eru brýnastar? Vantar kennslubækur? Orðabækur? Kennsluefni á vef

Í umræðum um framtíð íslenskrar tungu og stöðu íslenskunnar gagnvart nýjum Íslendingum skiptir viðhorf aðfluttra málnotenda máli. Skömmu eftir stofnun árið 2003 héldu samtökin málþingið Íslenska – Já, takk, og síðan hafa talskonur þeirra í ræðu og riti hvatt til þess að aðgengi að íslenskukennslu verði aukið og auðveldað. Þetta er eitt af yfirlýstum stefnumálum samtakanna, enda eru félagsmenn þeirrar skoðunar að íslenska skuli vera opinbert samskiptamál þeirra sem hér búa.

Samtökin hafa bent á að íslenskukunnátta sé lykilatriði ef aðfluttar konur, og aðrir útlendingar, vilja þekkja lagalegan og samfélagslegan rétt sinn – og til þess að sporna gegn einangrun. Þá árétta liðskonur samtakanna að útlendingar sem taka alvarlega þá áskorun að læra íslensku séu bandamenn íslenskunnar, en standi ekki í vegi fyrir viðgangi hennar. Útlendingar eigi því ekki að þurfa að fyrirverða sig fyrir að tala íslensku með hreim, heldur sé hvatning rétta viðmótið.

Í Samtökum kvenna af erlendum uppruna eru á annað hundrað meðlimir. Fulltrúar samtakanna, konur frá ólíkum löndum heims, hafa á síðustu misserum vakið eftirtekt með skeleggri þátttöku sinni í þjóðmálaumræðu á breiðum grundvelli – á íslensku. Þær hafa þannig sýnt í verki aðíslenskan getur verið tæki til þess að tjá fleiri sjónarhorn en hið séríslenska.

Tatj­ana Lat­in­ovic

You may also like

Discover more from W.O.M.E.N. in Iceland

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading