Publications

Styrkja ímynd er­lendra kvenna á Íslandi

Styrkja ímynd er­lendra kvenna á Íslandi

sabine1
Sa­bine Leskopf

Eft­ir Hildi Eddu Ein­ars­dótt­ur – hilduredda@bla­did.net

Sam­tök kvenna af er­lend­um upp­runa eru frjáls fé­laga­sam­tök og voru stofnuð á kvenna­frí­deg­in­um 24. októ­ber árið 2003, en í þeim eru kon­ur frá öll­um heims­horn­um sem eiga það eitt sam­eig­in­legt að búa og starfa á Íslandi.

Sa­bine Leskopf, einn stjórn­ar­manna í sam­tök­un­um, seg­ir hlut­verk sam­tak­anna meðal ann­ars vera að fræða er­lend­ar kon­ur um rétt­indi þeirra og skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi ásamt því að styrkja ímynd er­lendra kvenna.

„Við minn­um á að er­lend­ar kon­ur eru mjög virk­ir þátt­tak­end­ur í ís­lensku sam­fé­lagi og við höf­um tölu­vert verið að blanda okk­ur í umræðuna á póli­tísk­um vett­vangi sem okk­ur finnst mjög mik­il­vægt. Við höf­um alltaf fengið tölu­verða at­hygli frá fjöl­miðlum, til dæm­is í umræðu varðandi heim­il­isof­beldi, sem er auðvitað mjög mik­il­vægt mál­efni þótt það sé alls ekki það eina sem skipt­ir máli í sam­bandi við er­lend­ar kon­ur,” seg­ir hún.

„Oft vant­ar þær upp­lýs­ing­ar varðandi mennta- og heil­brigðis­kerfið og við höf­um meðal ann­ars staðið fyr­ir fyr­ir­lestr­um um þau mál ásamt því sem við höf­um haldið tölvu­nám­skeið fyr­ir kon­ur frá Taílandi, Póllandi og víðar. Hér er allt svo tölvu­vætt og marg­ar er­lend­ar kon­ur gera sér ekki grein fyr­ir því hvað þær missa af mikl­um upp­lýs­ing­um ef þær nota ekki tölv­ur, ekki bara varðandi ís­lenskt sam­fé­lag held­ur líka þeirra heima­lönd.”

Sa­bine seg­ir Sam­tök kvenna af er­lend­um upp­runa hafa notið mik­ils stuðnings hér á landi, ekki síst frá kvenna­sam­tök­um. „Til dæm­is höf­um við átt gott sam­starf við hreyf­ing­ar á borð við All­ar heims­ins kon­ur sem vinn­ur að mennta­verk­efn­um fyr­ir er­lend­ar kon­ur. Önnur kvenna­sam­tök styðja líka við bakið á okk­ur enda er mikið talað um launamun kynj­anna hér á landi. Fólk af er­lend­um upp­runa á oft erfitt með að fá mennt­un sína metna hér á landi þannig að er­lend­ar kon­ur búa í raun við tvö­falt mis­rétti að því leyti,” bend­ir hún á.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2007/08/30/styrkja_imynd_erlendra_kvenna_a_islandi/

You may also like