Publications

Samtök kvenna af erlendum uppruna stofnuð 25.okt.2003

Samtök kvenna af erlendum uppruna stofnuð

stofnun

 

Stofnfundurinn á Hallveigarstöðum í gær var vel sóttur. Í ræðustól er fundarstjórinn, Kesara Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, og við fremsta borð sitja nokkrar af stjórnarkonum samtakanna.

SAMTÖK kvenna af erlendum uppruna voru stofnuð hér á landi í gær. Alls sóttu um 70 manns stofnfund á Hallveigarstöðum í Reykjavík, húsakynnum Kvenréttindafélags Íslands, og þar af um 40 konur af ýmsum þjóðernum.

SAMTÖK kvenna af erlendum uppruna voru stofnuð hér á landi í gær. Alls sóttu um 70 manns stofnfund á Hallveigarstöðum í Reykjavík, húsakynnum Kvenréttindafélags Íslands, og þar af um 40 konur af ýmsum þjóðernum. Samtökunum er ætlað að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvennanna eina rödd.

Fimm manna stjórn var kjörin á fundinum og formaður er Anh-Dao Tran, fædd í Víetnam. Varaformaður er Tatjana Latinovic og þrír landshlutafulltrúar eru Amal Tamimi fyrir höfuðborgarsvæðið og Suðurland, Anna Lou Perez fyrir Norðurland, en hún býr á Dalvík, og Dragana Zastavnikovic, búsett á Ísafirði, fyrir Vestfirði.

Anh-Dao sagði við Morgunblaðið að stofnfundurinn hefði farið mjög vel fram og margar góðar kveðjur og gjafir borist, m.a. frá félagsmálaráðuneytinu, Fjölmenningarráði og Alþjóðahúsinu. Meðal viðstaddra á fundinum var Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, og brá hún sér m.a. í hlutverk túlks þar sem ýmis tungumál voru töluð.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/759714/?item_num=66&dags=2003-10-25

You may also like