Publications

Lýsa yfir stuðningi við vænd­is­frum­varpið

Lýsa yfir stuðningi við vænd­is­frum­varpið

Fimmtán sam­tök, embætti og þjón­ust­ur hafa sent frá sér sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu þar sem þau lýsa yfir stuðningi við svo­nefnt vænd­is­frum­varpið og hvetja for­seta Alþingi til að taka það sem fyrst til annarr­ar umræðu.Sam­tök­in fagna því að vænd­is­frum­varpið skuli hafa verið af­greitt úr alls­herj­ar­nefnd Alþing­is og lýsa yfir stuðningi við þær breyt­inga­til­lög­ur við frum­varpið sem nú liggja fyr­ir.„Þær eru til þess falln­ar að tryggja öfl­ug­an stuðning við málið og við erum þess full­viss að þær verði til þess að málið fái góðan stuðning frá öll­um flokk­um sem sæti eiga á Alþingi. Við hvetj­um for­seta þings­ins til að taka frum­varpið til annarr­ar umræðu sem fyrst svo leiða megi í ljós vilja Alþing­is í þess­um efn­um. Um leið hvetj­um við Alþing­is­menn til að skoða vel rök­in sem liggja að baki mál­inu og tryggja síðan með at­kvæði sínu að Ísland fylgi for­dæmi Svía og setji ábyrgðina af auknu vændi meðal vest­rænna þjóða þar sem hún á heima,“ seg­ir í álykt­un­inni.Eft­ir­far­andi sam­tök skrifa und­ir álykt­un­ina sem send var fjöl­miðlum í dag:

 • Stíga­mót
 • Sam­tök um kvenna­at­hvarf
 • Femín­ista­fé­lag Íslands
 • Prest­ur inn­flytj­enda
 • Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands
 • Kvennaráðgjöf­in
 • Tíma­ritið Vera
 • Kvenna­kirkj­an
 • V-dags­sam­tök­in
 • Kven­fé­laga­sam­band Íslands
 • Bríet – fé­lag ungra femín­ista
 • Uni­fem á Íslandi
 • Lands­sam­band Fram­sókn­ar­kvenna
 • Neyðar­mót­taka vegna nauðgana
 • Sam­tök kvenna af er­lend­um upp­runa á Íslandi

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2004/05/25/lysa_yfir_studningi_vid_vaendisfrumvarpid/

 

You may also like