Publications

For­dæma ákvörðun um mis­mun­un

For­dæma ákvörðun um mis­mun­un

488014Sam­tök kvenna af er­lend­um upp­runa á Íslandi for­dæma ákvörðun Fjöl­skyldu­hjálp­ar­inn­ar um að mis­muna fólki sem leit­ar til henn­ar. Sam­tök­in hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu í kjöl­far frétt­ar um mis­mun­un eft­ir þjóðerni hjá Fjöl­skyldu­hjálp­inni.

Yf­ir­lýs­ing­in er svohljóðandi:

„Á tím­um sem þess­um er mik­il hætta á að nei­kvæð umræða skap­ist í kring­um ákveðna hópa í sam­fé­lag­inu og ber að forðast það. Á þenslu­tím­an­um unnu út­lend­ing­ar þau störf sem þeim var sér­stak­lega boðið til lands­ins að vinna og greiddu meira til sam­fé­lags­ins en þeir þáðu.

Erfitt væri að rök­styðja að skatt­ar og greiðslur í at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar eigi ekki að leiða til sömu rétt­inda og Íslend­ing­ar njóta góðs af.

Við vilj­um ekki umb­urðarlyndi gagn­vart þeim sem svíkja vel­ferðar­kerfið eða mis­nota aðstoð hjálp­ar­sam­tak­anna, hvorki á meðal Íslend­inga né út­lend­inga.

Við krefj­umst hins veg­ar til­lagna frá Fjöl­skyldu­hjálp hvernig þau geta tryggt að eng­ir skjól­stæðing­ar þeirra mis­noti kerfið, óháð upp­runa eða stöðu í sam­fé­lag­inu.

Við krefj­umst þess að mis­mun­un, sem er brot við bæði ís­lensk og alþjóðleg lög, verði hætt taf­ar­laust. Við krefj­umst þess einnig að yf­ir­völd og fyr­ir­tæki sem styrkja Fjöl­skyldu­hjálp­ina taki af­stöðu til þess hvort þau séu fylgj­andi mis­mun­un milli fólks á grund­velli upp­runa eða ekki og hvort þau vilji end­ur­skoða fram­lag sitt til góðgerðastofn­ana sem slíka mis­mun­un stunda í þessu ljósi.

Á sama tíma lýs­um við yfir ánægju yfir hversu skjótt marg­ir brugðust við og ber þar að nefna borg­ar­ráð Reykja­vík­ur og fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra sem lýstu yfir að slík brot gegn mann­rétt­ind­um yrðu ekki liðin.“

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/03/25/fordaema_akvordun_um_mismunun/

You may also like