Publications

Breyta þarf lög­um til að tryggja kon­un­um ör­yggi

Breyta þarf lög­um til að tryggja kon­un­um ör­yggi

Eft­ir Elvu Björk Sverr­is­dótt­ur elva@mbl.is

Breyta þarf lög­um svo er­lend­ar kon­ur sem flust hafa hingað til lands og sætt of­beldi af hálfu eig­in­manna sinna, geti forðað sér frá of­beld­inu, að sögn Sa­bine Leskopf, stjórn­ar­manns í Sam­tök­um kvenna af er­lend­um upp­runa. Sam­tök­in hafa sent frá sér álykt­un þar sem þau mót­mæla harðlega „brott­vís­un fjölda er­lendra kvenna sem ekk­ert hafa til saka unnið annað en að forða sér frá of­beld­is­full­um eig­in­mönn­um sem skáka í skjóli órétt­látra laga og harka­legr­ar stjórn­sýslu”.

Fyrsta maí í ár var ís­lensk­ur vinnu­markaður opnaður fólki frá átta nýj­ustu aðild­ar­ríkj­um ESB og þá ít­rekuðu stjórn­völd for­gang EES-borg­ara að ís­lensk­um vinnu­markaði. Sa­bine seg­ir að fyr­ir þenn­an tíma hafi staða þeirra kvenna sem skilið höfðu við of­beld­is­fulla eig­in­menn vissu­lega verið erfið, enda lög­um sam­kvæmt hægt að vísa þeim úr landi. Hins veg­ar hafi mál­un­um alltaf verið bjargað og eft­ir því sem hún viti hafi engri konu í þess­ari stöðu verið vísað úr landi fyr­ir 1. maí.

Sam­tök­un­um hafi þó aldrei fund­ist þetta duga og að mati þeirra sé vand­inn sá að marg­ar kon­ur þori ekki að koma fram vegna þess að eig­in­menn hafi ákveðin vopn í hendi gegn þeim. Þeir geti sagt kon­un­um að ef þær fari frá þeim muni lög leyfa að þeim verði vísað úr landi. Nú sé staðan mjög erfið því “Vinnu­mála­stofn­un seg­ir bara að hún fari eft­ir regl­un­um, fólk af Evr­ópska efna­hags­svæðinu hafi for­gang og all­ir sem koma frá lönd­um utan þess fá ekki leyfi hér,” seg­ir Sa­bine.

Málið tvisvar sinn­um sofnað í nefnd

Hún seg­ir að Vinstri græn­ir hafi á Alþingi tvisvar sinn­um lagt til að lög­um yrði breytt þannig að þess­ar kon­ur fengju und­anþágu. Málið hafi hins veg­ar í bæði skipt­in sofnað í alls­herj­ar­nefnd.

“Það hef­ur ekki einu sinni verið rætt. Og það er nokkuð sem okk­ur finnst ekki í lagi að þessi hóp­ur sé greini­lega ekki nógu spenn­andi til þess að ræða mál­efni hans. Við vilj­um breyt­ing­ar á þess­um lög­um til þess að skapa ör­yggi,” seg­ir Sa­bine. Nauðsyn­legt sé að þessu verði breytt sem fyrst.

Mál­in skoðuð í dóms- og fé­lags­málaráðuneyti

Ekki náðist í Magnús Stef­áns­son fé­lags­málaráðherra vegna máls­ins í gær. Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust hjá Guðmundi Páli Jóns­syni, aðstoðar­manni ráðherra, að það væri til skoðunar í dóms- og fé­lags­málaráðuneyti og væri niður­stöðu að vænta í vik­unni. Guðmund­ur Páll seg­ir að verið sé að fara yfir verklags­regl­ur.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2006/08/23/breyta_tharf_logum_til_ad_tryggja_konunum_oryggi/

You may also like