Publications

Ársrit Kvenréttindafélags Íslands 19.júni.2013

Ársrit KRFÍ

Við teljum að okkar áhersla á að gefa erlendum konum rödd og gera þær sýnilegri hafi tekist vel. Við höfum haft þann heiður að vinna með mörgum ótrúlegum konum og eru mjög þakklátar stofnendum okkar og stuðningsfólki. Jafnvel þó við höfum náð svo langt og vonandi bætt aðstöðu erlendra kvenna á Íslandi höfum við enn mjög mikið verk að vinna. Áskoranir okkar næstu tíu árin eru atvinnumál, menntamál, heimilisofbeldi og túlkaþjónusta.

Hlutfall atvinnulausra kvenna af erlendum uppruna er of hátt. Í lok febrúar á árinu var áætlað atvinnuleysi á Íslandi 5,1%. Þar af var atvinnuleysi 4,5% meðal Íslendinga og 11,3% meðal fólks af erlendum uppruna. Áætlað atvinnuleysi meðal íslenskra kvenna var 4,6% en 12,4% meðal kvenna af erlendum uppruna. Of margar konur af erlendum uppruna eru í láglaunastörfum þrátt fyrir að þær séu vel menntaðar og búi yfir mikilli reynslu. Brottfallið úr framhaldskólum er og hátt meðal innflytjenda. Konur af erlendum uppruna eru mjög berskjaldaðar sem fórnarlömb heimilisofbeldis því þær þekkja ekki alltaf réttindi sín, hafa lítil eða engin stuðningsnet, og vandamál þeirra hafa aukist þegar reynt hefur verið að bæta aðstæður þeirra. Lögin um hver nýtur réttinda til túlkaþjónustu og hvenær eru óljós og við vitum af mörgum dæmum um konur og börn sem ekki hefur verið boðin túlkaþjónusta þó þau eigi rétt á slíku. Allt þetta verður að breytast til hins betra og við munum gera okkar besta.

Við erum tilbúnar, viljugar og færar um að takast á við þessar áskoranir. Við þökkum öllum þeim sem hafa barist með okkur. Við biðjum íslenskar konur að styðja okkur, og innflytjendakonur að ganga til liðs við okkur.

Við óskum öllum til hamingju með daginn.

Barbara J. Kristvinsson

http://issuu.com/kvenrettindafelag/docs/19juni_2013/3

 

 

You may also like

Discover more from W.O.M.E.N. in Iceland

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading