Allar heimsins konur

Allar heimsins konur eru hópur sem samanstendur af konum frá ýmsum stofnunum og samtökum og vinnur að því að deila upplýsingum og þekkingu á stöðu erlendra kvenna í íslensku samfélagi og að auka gagnkvæma aðlögun. Í hópnum sitja m.a. fulltrúar frá Stigamótum, Kvennaathvarfinu, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Alþjóðahúsinu, Landspítalanum, Mannréttindaskrifstofunni og verkalyðshreyfingunni. Fulltrúi Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi er Sabine Leskopf.

Markmið hópsins eru

• að ná til erlendra kvenna og tryggja þátttöku þeirra í íslensku samfélagi á eigin forsendum.

• að byggja upp tengslanet og styðja samtök sem vinna að málefnum kvenna og barna af erlendum uppruna

• að byggja upp og styrkja upplýsinga- og fræðslunet varðandi réttindi og skyldur innflytjenda á Íslandi

• að berjast á móti mismunun og kynbundnu ofbeldi og styðja fórnarlömb kynbundins ofbeldis

Á meðal verkefna Allra heimsins kvenna eru:

• Mentor er málið!! Námsstefna haldin 9. mars 2007 þar sem rætt var m.a. um framtíðarskipan Mentorverkefnisins, þarfir og hindranir á vinnumarkaði fyrir konur af erlendum uppruna, þjálfun félagsvina, öflun félagsvina, kynningu á verkefninu og þarfir atvinnulífsins fyrir félagsvinakerfi.

• Ráðstefna um hnattvæðingu og nútíma fólksflutninga um stöðu kvenna þann 23. janúar 2008

You may also like