2021
Nine Women Sue Icelandic State for Dropping Sexual Assault Cases
Nine women have sued the Icelandic state before the European Court of Human Rights for violating their right to a fair trial. The women are all survivors of rape, domestic violence, and/or sexual harassment who reported the crimes to the police, only for the cases to be dropped by prosecutors.
Níu konur kæra íslenska ríkið til MDE
Níu konur hafa lagt fram kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) á hendur íslenska ríkinu. Konurnar höfðu allar áður kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundna áreitni til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn lögreglu og var sú ákvörðun staðfest af ríkissaksóknara.
Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar – Vísir
Ef það komi í ljósi að fólki sé mismunað hjá samtökunum vegna uppruna síns hvetja konurnar borgina til þess að hætta öllum fjárstuðningi við Fjölskylduhjálp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá W.O.M.E.N. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttaflutnings fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrr í vikunni um Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar, og ásakanir á hendur henni um mismunun og virðingarleysi í garð skjólstæðinga góðgerðarsamtkanna.
Kynbundið ofbeldi – Staða erlendra kvenna á Íslandi – Vísir
16 dagar af kynbundnu ofbeldi eru tilteknir dagar ársins sem eru tileinkaðir vitundarvakningu innan hvers samfélagshóps. Heimilisofbeldi á rætur sínar í valdaójafnvægi. Það geta allir orðið fyrir heimilisofbeldi, óháð kyni, hættan liggur í því að vera háður öðrum, hvort sem er um fjárhagslegt hæði eða tilfinningalegt hæði að ræða.
2020
Kynjajafnrétti mun aldrei nást fyrr en kynbundið ofbeldi verður upprætt – Vísir
Kynjajafnrétti er lykil atriði í barráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Kynjakerfi sem byggist á alda gömlu samfélags- og lagakerfi er grunvöllur fyrir samskipti kynjanna, en nútíma samfélag kallar eftir breytingum sem er meira í takt við nútíma skilning á réttlæti og mannréttindum.
Kjarninn
Kjarninn er íslenskur fréttaskýrandi með áherslu á staðreyndir. Stjórnmál, efnahagsmál, viðskipti, skoðanaskrif og allt annað sem vekur áhuga kemur Kjarnanum við.
2019
Í skotgröfum vinnumarkaðarins
Kynbundið ofbeldi á vinnustað er veruleiki sem margar konur hafa þurft að glíma við, daglega. Þær verða fyrir alls kyns ofbeldi; munnlegu, líkamlegu og andlegu. Á meðan grafið er undan og brotið á þeim er enn búist við því að þær konur vinni vinnuna sína vel án þess að kvarta.
Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna – Vísir
Nichole Leigh Mosty, verkefnisstjóri hjá Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og fyrrverandi þingmaður, gagnrýnir Landspítalann fyrir myndbirtingar með auglýsingum sínum um störf á Landspítalann. Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund.
Hennar rödd – pallborðsumræður með konum af erlendum uppruna
Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir Þér er boðið á viðburðinn Hennar rödd – pallborðsumræður með konum af erlendum uppruna, en viðburðurinn er haldinn í tilefni alþjóðlega kvennadagsins í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel. Konur af erlendum uppruna er sívaxandi hópur á Íslandi vegna fjölda ástæðna.
Íslenskan ein og sér stoppar ekki fordóma
Claudie Wilson er einn af viðmælendum í pallborðsumræðunum Hennar rödd í kvöld. Hún segir löggjafir ekki nóg til að bæta réttindi kvenna af erlendum uppruna og alvarlegt sé að konur festist í ofbeldissamböndum af ótta við að vera vísað úr landi.
Glerþakið er lægra fyrir erlendar konur
Nýr formaður Kvenréttindafélags Íslands, Tatjana Latinovic, er með fleiri járn í eldinum en velflestir aðrir. Auk þess að stýra hinu rótgróna félagi sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir og fleiri kjarnakonur stofnuðu fyrir 112 árum er Tatiana yfirmaður hugverkasviðs Össurar, situr í Innflytjendaráði og hvílir hugann með því að þýða íslenskar bókmennir yfir á serbnesku og króatísku.
Samtökin ekki stefnumótaþjónusta: „Vildi bara feita konu”
Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi berast nokkrum sinnum á mánuði tölvupóstar frá erlendum karlmönnum sem halda að um einhverskonar stefnumótasíðu eða fylgdarþjónustu sé að ræða. Þetta staðfestir Angelique Kelley, formaður stjórnar félagsins í samtali við Fréttablaðið. Samtökin ljá konum af erlendum uppruna á Íslandi rödd og vinna meðal annars að því að uppræta staðalmyndir um erlendar konur á vinnumarkaðnum.
2018
Upplýsingar eru valdefling
Það er ekki oft sem að umræða íslenskra fjölmiðla beinist að konum af erlendum uppruna. Undanfarnar vikur hafa fyrirsagnir fréttanna verið hræðilegar og þeim hafa fylgt óhugnanlegar sögur af kynferðislegri misnotkun og heimilisofbeldi sem konur af erlendum uppruna hafa þurft að þola á Íslandi af hálfu ókunnugra, maka og yfirmanna, sumir hverjir hafa verið íslenskir en aðrir ekki.
Gengu gegn kynþáttafordómum
Stór hópur gekk síðdegis í dag frá Hallgrímskirkju á Austurvöll í tilefni þess að í dag er er alþjóðlegur dagur gegn mismun og kynþáttafordómum. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi stóðu fyrir göngunni en í viðburði fyrir göngunni stendur meðal annars að vitundarvakning sé þörf varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna hér á landi.
Samtök kvenna af erlendum uppruna hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar – Vísir
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2018. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í höfða í dag, á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar. Mannréttindaverðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa.
Konur af erlendum uppruna hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í dag Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018 á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Nichole Leigh Mosty einn forsvarsmanna hópsins segir í samtali við Kjarnann að þær séu auðmjúkar og þakklátar fyrir þessi verðlaun.
Mind the gap // Brúum bilið
Ungar athafnakonur í samstarfi við ., Samtök kvenna af erlendum uppruna, héldu vinnustofu 25. apríl sl. að fyrirmynd Barbershop verkfærakistu UN Women. Við leituðum leiða fyrir konur af fjölbreyttum uppruna til að brúa bilið milli ólíkra menningarheima og byggja þannig upp sterkara samfélag.
Hótað að börnin verði tekin af þeim og þær svo sendar úr landi – Vísir
Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna telur að konurnar þori oft ekki að flýja aðstæður þar sem þær verða fyrir áreitni eða ofbeldi, af ótta við hvaða afleiðingar það hafi. „Þessar sögur komu mér ekki á óvart. Ég er búin að heyra þær í mörg ár í vinnu minni með W.O.M.E.N.
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu – Vísir
Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur.
Hópur íslenskra karlmanna beinir spjótum sínum að konum af erlendum uppruna – Vísir
Tónlistarkonan Jelena Ćirić starfar sem blaðamaður hjá Iceland Review og hefur verið búsett hér á landi í eitt og hálft ár. Jelena flutti til Íslands með eiginmanni sínum Snorra Hallgrímssyni, en þau kynntust í tónlistarnámi á Spáni. „Eftir námið fékk ég vinnu í Mexíkó, hann fékk verkefni á Íslandi en þegar það var búið kom hann þangað.
Kvennafrí og konur af erlendum uppruna – Vísir
Miðvikudaginn 24. október eru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, undir kjörorðinu: „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!” Nú á árinu höfum við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna tekið höndum saman og viljum við láta í okkur heyra í jafnréttisbaráttunni.
Gerum við nóg?
Ég er búin að vera í þessum málaflokki svo lengi, ég hélt ég vissi þetta allt.
#Metoo: Konur af erlendum uppruna stíga fram
Þær velta fyrir sér hvort það sé vegna þess að þær séu hafðar út undan eða hvort að þær kjósi sjálfar að standa hjá. Mikilvægt sé að leita svara við þessum spurningum og skilja af hverju það þurfi að svara þeim. „Frásagnir kvenna af erlendum uppruna eru ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun.
2017
Sjálfsvarnarnámskeið til styrktar konum
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N) halda í kvöld sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur á öllum aldri og uppruna. Er þetta í fyrsta sinn semþau halda slíkt námskeiðið, en samtökin standa fyrir svokölluðu Þjóðlegu eldhúsi fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði á tímabilinu september til júní.
„Ekkert um okkur án okkar” – Þingið verði að endurspegla þjóðina
Samtök kvenna af erlendum uppruna harma að hlutfall kvenna á þinginu hafi minnkað. „Við hvetjum stjórnmálaflokka að gefa fleiri konum tækifæri, og að raða þeim í efsta sæti á listum þeirra t.d. í komandi sveitarstjórnarkosningum,” segir í ályktun samtakanna um niðurstöður kosninganna sem þau sendu frá sér í gær.
Kynbundið ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna – Vísir
Edythe L. Mangindin skrifar Kynbundið ofbeldi tekur á sig mismunandi form, meðal annars líkamlegt, kynferðislegt, sálfræðilegt eða andlegt ofbeldi. Ástæðurnar eru margvíslegar, þar með talið félagslegar, efnahagslegar, menningarlegar, pólitískar og trúarlegar. Dæmi um kynbundið ofbeldi er heimilisofbeldi, misnotkun, ofbeldi á meðgöngu, kynferðislegt ofbeldi kvenna, menningarlegt kynferðisofbeldi og fjárhagslegt ofbeldi.
2016
Konur af erlendum uppruna á Íslandi: Menntun, atvinnumöguleikar og félagsleg þátttaka – Vísir
Konur sem eru erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru nú tæplega 12 þúsund samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þetta þýðir 12 þúsund einstaklingar 12 þúsund einstakar sögur. En hverjar eru þessar konur? Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N.
2015
Ofbeldi gegn konum verði tekið alvarlega
Femínistafélag Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót og W.O.M.E.N. – Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi fordæma ofbeldi gegn öllum einstaklingum og sérstaklega þeim sem eru í viðkvæmri stöðu félagslega, og hvetja yfirvöld til að taka ofbeldi gegn konum alvarlega og styrkja lög um nálgunarbann.
2014
Óvenju margar tilnefningar til jafnréttirviðurkenningar – Vísir
Samtök kvenna af erlendum uppruna og Orkuveita Reykjavíkur hlutu í gær jafnréttisviðurkenninguna fyrir árið 2013 sem Eygló Harðardóttir ráðherra jafnréttismála veitti. Eygló Harðardóttir flutti ávarp við afhendingu viðurkenninganna og ræddi meðal annars um mikilvægi þess að vinna að jafnrétti á öllum sviðum.
W.O.M.E.N. – Samtök kvenna af erlendum uppruna – Efling stéttarfélag
Jafnrétti snýst um fleira en jafnrétti kynjannaMarkmið W.OM.E.N. in Iceland er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins og eru Samtökin opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi, segir Anna Katarzyna (Ania) Wozniczka, formaður.
Ókeypis leiklistarnámskeið W.O.M.E.N. – Vísir
Aude Busson er ein af leiðbeinendum á ókeypis leiklistarnámskeiði í Söguhring kvenna á Bókasafninu í Gerðubergi. Leiklistarnámskeiðið er samstarfsverkefni W.O.M.E.N – Samtaka kvenna af erlendum uppruna og Borgarbókasafnsins. Námskeiðið verður haldið hálfsmánaðarlega á sunnudögum klukkan 13:00-16:00. „Þetta er fyrir útlenskar konur og líka íslenskar,” segir Aude.
2013
„Höfum líka skoðun á Gálgahrauni”
Ýmislegt hefur breyst á þeim 10 árum sem liðin eru frá því að Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi voru stofnuð,nú er t.d. algengara að hópurinn viðri skoðanir á málum sem ekki eru tengd innflytjendamálum. Helstu verkefnin eru þó enn tengd félagslegum vandamálum og að vinna gegn staðalmyndum.
2012
Spotkanie kobiet „Women Story Circle” * ICELAND NEWS
W październiku Biblioteka Miejska z Reykajviku będzie organizowała pierwszy „Festiwal Czytania”, który ma na celu promowanie czytania książek wśród dzieci i młodzieży. W związku z tym Stowarzyszenie „Women in Iceland” podczas spotkania „Women Story Circle” zachęca kobiety różnych narodowości do wspólnego czytania książek oraz opowiadania o nich.
2010
Konur styðji útlendar starfssystur – Vísir
„Ég bið íslenskar konur um að styðja erlendar samstarfskonur sínar og hvetja þær á Kvennafrídaginn,” segir Sabine Leskopf, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Kvennafrídagurinn er í dag. Þá hyggjast konur ganga út af vinnustöðum sínum klukkan 14.25 til að minna á sameiginleg baráttumál sín.
2007
Styrkja ímynd erlendra kvenna á Íslandi
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur – hilduredda@bladid.net Samtök kvenna af erlendum uppruna eru frjáls félagasamtök og voru stofnuð á kvennafrídeginum 24. október árið 2003, en í þeim eru konur frá öllum heimshornum sem eiga það eitt sameiginlegt að búa og starfa á Íslandi.
2005
Áskorun stjórnar Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi til hæstvirts Alþingis
Stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi skorar á Alþingi að tryggja áfram fjármagn til reksturs Mannréttindaskrifstofu Íslands með beinu föstu framlagi á fjárlögum. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur verið óháður umsagnaraðili og álitsgjafi ýmissa álitamála er snerta mannréttindi og hefur starf hennar verið óháð samtökum og stofnunum.
2003
Samtök kvenna af erlendum uppruna stofnuð
Samtök kvenna af erlendum uppruna voru stofnuð hér á landi í gær. Alls sóttu um 70 manns stofnfund á Hallveigarstöðum í Reykjavík, húsakynnum Kvenréttindafélags Íslands, og þar af um 40 konur af ýmsum þjóðernum. Samtökunum er ætlað að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvennanna eina rödd.
Do you want to support us?
Stjórn 2020-2021