Fréttablaðið – 77. tölublað (18.03.2004)
Vinnuálag og lág laun standa í vegi
MÁLSTOFA Fólk af erlendum uppruna sem kemur til að setjast að
hér á landi hefur mikinn áhuga á að læra íslensku. Þetta kom fram
á málstofu sem samtök kvenna af erlendum uppruna stóðu fyrir.
Á málstofunni var einnig talað um margt annað sem stendur í vegi fyrir því að sá vilji fólksins
geti náð fram að ganga. Mikið vinnuálag er á þessu fólki og dýrt
nám sé því ekki inn í myndinni. „Það vantar einnig betri námsgögn eins og t.d. orðabækur,“ segir Anh-Dao Tran, formaður samtaka kvenna af erlendum uppruna.