Það er ekki oft sem að umræða íslenskra fjölmiðla beinist að konum af erlendum uppruna. Undanfarnar vikur hafa fyrirsagnir fréttanna verið hræðilegar og þeim hafa fylgt óhugnanlegar sögur af kynferðislegri misnotkun og heimilisofbeldi sem konur af erlendum uppruna hafa þurft að þola á Íslandi af hálfu ókunnugra, maka og yfirmanna, sumir hverjir hafa verið íslenskir en aðrir ekki. Ég velti því fyrir mér, hvernig má það vera að þetta sé að koma fyrir nokkurn í landi sem var í fyrsta sæti árið 2017 að mati Friðarvísitölunnar (e. Global Peace Index og í þriðja sæti samkvæmt skýrslu World Happiness Report? Fyrir þeim sem líta hlutlausum augum á landið okkar virðist það vera paradís.
Upplýsingar eru valdefling
Angelique Kelley veltir því fyrir sér hvað taki við eftir að frásagnir erlendra kvenna komu fram í dagsljósið á dögunum.