Í október 2020 lögðu samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi netkönnun fyrir konur af erlendum uppruna. Könnunin var lögð fram á fimm tungumálum; ensku, íslensku, pólsku, rússnesku og frönsku og var dreift á samfélagsmiðlum og í gegnum lokaðan póstlista okkar. Könnunin innihélt 13 spurningar með möguleika fyrir svarendur að koma með tillögur og/eða athugasemdir beint til okkar. Markmið stöðukönnunarinnar var í fyrsta lagi að safna upplýsingum sem tengjast núverandi efnahagsástandi, vellíðan, streitu/áhyggjum og hvers konar átaksverkefni eða þróunarverkefni kvenna af erlendum uppruna töldu að gæti stutt þær. Í gegnum vinnu okkar með #MeToo komumst við að því að undirliggjandi þættir ofbeldis og einangrunar voru bæði kerfislegir og samfélagslegir. Hlutverk okkar sem samtaka er að nýta stöðu okkar til að skapa vitund varðandi þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna standa frammi fyrir, skapa verkefni sem styður beint við og valdeflir konur af erlendum uppruna og að lokum til að stuðla að tengslaneti meðal kvenna af erlendum uppruna og upplýsa þær um réttindi og þjónustu sem þeim stendur til boða.
Könnunin var gerð að öllu leyti á netinu og var opin í þrjár og hálfa viku. Stjórnarkonur hjá samtökunum nýttu grasrótar tengingar til að deila könnuninni meðal kvenna af ólíkum uppruna um allt Ísland. Facebook og tölvupóstar voru helstu heimildir til að dreifa könnuninni.