Stjórmálaskóli fyrir konum af erlendum uppruna – Heimsókn á Alþingi

Kven­rétt­inda­fé­lagið hef­ur und­an­farið staðið fyr­ir nám­skeiði fyr­ir kon­ur af er­lend­um upp­runa um stjórn­mál á Íslandi með það í huga að auka þátt­töku þeirra í póli­tískri umræðu. Sa­bine Leskopf vara­borg­ar­full­trúi er kenn­ari á nám­skeiðinu. Hún von­ast til að að því loknu gangi kon­urn­ar út með áætl­un um hvernig þær geti byrjað að taka til hend­inni í stjórn­um, nefnd­um og ráðum á ýms­um vett­vangi.

„Ég vann mikið í kosn­inga­bar­átt­unni fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2014 og það sem kom mér á óvart þá var ekki bara hversu erfitt það var að ná til inn­flytj­enda yf­ir­leitt, held­ur hversu marg­ir vissu ekki af kosn­inga­rétti sín­um,“ seg­ir Sa­bine. Oft sé mjög erfitt að virkja inn­flytj­end­ur til þátt­töku. „Það er vegna þess að fólki finnst þrösk­uld­ur­inn of hár. Það veit ekki hvernig þetta virk­ar hér og það get­ur verið allt öðru­vísi en í heima­land­inu. Þá get­ur verið að fólk hafi enga reynslu af póli­tík, hvorki hér né þar sem það bjó áður. Mín reynsla er sú að það að hefja stjórn­málaþátt­töku er svo­lítið eins og að flytja á milli landa; maður þarf aft­ur að læra nýtt tungu­mál og nýj­ar óskrifaðar regl­ur.“

Read More

„Við tikkum í alls konar box”

Kvenréttindafélagið hefur undanfarið staðið fyrir námskeiði fyrir konur af erlendum uppruna um stjórnmál á Íslandi með það í huga að auka þátttöku þeirra í pólitískri umræðu. Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi er kennari á námskeiðinu. Hún vonast til að að því loknu gangi konurnar út með áætlun um hvernig þær geti byrjað að taka til hendinni í stjórnum, nefndum og ráðum á ýmsum vettvangi.

You may also like