Kvenréttindafélagið hefur undanfarið staðið fyrir námskeiði fyrir konur af erlendum uppruna um stjórnmál á Íslandi með það í huga að auka þátttöku þeirra í pólitískri umræðu. Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi er kennari á námskeiðinu. Hún vonast til að að því loknu gangi konurnar út með áætlun um hvernig þær geti byrjað að taka til hendinni í stjórnum, nefndum og ráðum á ýmsum vettvangi.
„Ég vann mikið í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014 og það sem kom mér á óvart þá var ekki bara hversu erfitt það var að ná til innflytjenda yfirleitt, heldur hversu margir vissu ekki af kosningarétti sínum,“ segir Sabine. Oft sé mjög erfitt að virkja innflytjendur til þátttöku. „Það er vegna þess að fólki finnst þröskuldurinn of hár. Það veit ekki hvernig þetta virkar hér og það getur verið allt öðruvísi en í heimalandinu. Þá getur verið að fólk hafi enga reynslu af pólitík, hvorki hér né þar sem það bjó áður. Mín reynsla er sú að það að hefja stjórnmálaþátttöku er svolítið eins og að flytja á milli landa; maður þarf aftur að læra nýtt tungumál og nýjar óskrifaðar reglur.“
„Við tikkum í alls konar box”
Kvenréttindafélagið hefur undanfarið staðið fyrir námskeiði fyrir konur af erlendum uppruna um stjórnmál á Íslandi með það í huga að auka þátttöku þeirra í pólitískri umræðu. Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi er kennari á námskeiðinu. Hún vonast til að að því loknu gangi konurnar út með áætlun um hvernig þær geti byrjað að taka til hendinni í stjórnum, nefndum og ráðum á ýmsum vettvangi.