Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi fá styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsens

Ania Wozniczka, formaður samtakanna, tók við styrknum og sagði hann koma að góðum notum  í starfinu fram undan enda mörg verkefni sem væru í deiglunni.

 

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi fá styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsens

Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar, afhenti styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsens við hátíðlega athöfn í Höfða. Hún sagði samtökin vel að styrknum komin, þau hefðu unnið ötult starf og staðið vörð um réttindi kvenna af erlendum uppruna.

You may also like