Yfirlýsing kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi:
#Metoo byltingin á Íslandi hefur leitt til þess að fólk hefur opnað augun fyrir kynferðisofbeldi, mismunun og áreiti gagnvart konum. Konur úr ýmsum starfsstéttum hafa stigið fram og deilt frásögnum úr sínu vinnuumhverfi þar sem þær hafa orðið fyrir markvissu niðurbroti og kerfisbundinni misbeitingu valds af hálfu karlmanna. Konur hafa undanfarið staðið upp og krafist þess að samfélagið í heild sinni opni blinda augað sem snúið hefur að þessari stöðu. Kynbundin mismunun leiðir til misnotkunar og áreitis og því þurfa vinnuveitendur að setja sér áætlanir og hrinda í framkvæmd verkferlum sem tryggja jafnræði kynjanna.
#Metoo áskorun kvenna af erlendum uppruna á íslensku og ensku
660 konur eru í Facebook-hópi þar sem reynslusögum og undirskriftum kvenna af erlendum uppruna er safnað saman. 97 þeirra skrifa undir áskorun til íslensks samfélags vegna stöðu þeirra.