Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2018. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í höfða í dag, á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar.
Mannréttindaverðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. Markmiðið með mannréttindadeginum er að vekja athygli á þeim málum sem varða mannréttindi borgarbúa og á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.
Samtök kvenna af erlendum uppruna á íslandi hafa staðið að vitundarvakningu á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Sögur þeirra í tengslum við #Metoo hafa vakið fólk til umhugsunar um sérstaklega viðkvæma stöðu þessa hóps innan íslensks samfélags. Þær hafa sýnt hugrekki og styrk, verið fyrirmyndir og öflugt tengslanet þeirra hefur orðið afl til þjóðfélagsbreytinga, að mati Reykjavíkurborgar.
Konur af erlendum uppruna hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Einn forsvarsmanna samtakanna segir að þær séu þakklátar fyrir viðurkenninguna en að mikil vinna sé þó framundan.
Samtök kvenna af erlendum uppruna hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar – Vísir
Mannréttindaverðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa.