Kynbundið ofbeldi tekur á sig mismunandi form, meðal annars líkamlegt, kynferðislegt, sálfræðilegt eða andlegt ofbeldi. Ástæðurnar eru margvíslegar, þar með talið félagslegar, efnahagslegar, menningarlegar, pólitískar og trúarlegar. Dæmi um kynbundið ofbeldi er heimilisofbeldi, misnotkun, ofbeldi á meðgöngu, kynferðislegt ofbeldi kvenna, menningarlegt kynferðisofbeldi og fjárhagslegt ofbeldi. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni getur kynbundið ofbeldi haft langvarandi áhrif á heilsu kvenna og fjölskyldur þeirra. Kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum geta valdið þungun, sem aftur getur leitt til fóstureyðingar, kvensjúkdóma og kynsjúkdóma. Ofbeldi í nánum samböndum á meðgöngu eykur líkurnar á fósturláti, andvana fæðingum, fyrirburafæðingum og léttburafæðingum. Konur sem hafa verið beittar ofbeldi upplifa gjarnan varnarleysi, dofa, ógnun, niðurlægingu, einmanaleika, einangrun, óhamingju, leiða, þreytu og orkuleysi. […]
Kynbundið ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna – Vísir
Kynbundið ofbeldi tekur á sig mismunandi form, meðal annars líkamlegt, kynferðislegt, sálfræðilegt eða andlegt ofbeldi.