Konur sem eru erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru nú tæplega 12 þúsund samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þetta þýðir 12 þúsund einstaklingar 12 þúsund einstakar sögur. En hverjar eru þessar konur?
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N. in Iceland) sem vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins hafa kynnt fyrstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sínar á Jafnréttisdögum Háskóla Íslands nú á dögunum. Markmið rannsóknarinnar sem hófst snemma í vor á þessu ári var að kortleggja stöðu kvenna sem eru skráðar í facebook grúppu eða/og á póstlista Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Samtökin vildu vita meira um hverjar þessar konur eru, af hverju verða þær félagar í W.O.M.E.N. og hverjar eru þarfir og væntingar þeirra. Ennfremur var markmiðið að finna út hverjar þessa kvenna taka síst þátt í verkefnum eða leita sér þjónustu Samtakanna.
Konur af erlendum uppruna á Íslandi: Menntun, atvinnumöguleikar og félagsleg þátttaka – Vísir
Konur sem eru erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru nú tæplega 12 þúsund samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þetta þýðir 12 þúsund einstaklingar 12 þúsund einstakar sögur. En hverjar eru þessar konur?