Samtök kvenna af erlendum uppruna harma að hlutfall kvenna á þinginu hafi minnkað. „Við hvetjum stjórnmálaflokka að gefa fleiri konum tækifæri, og að raða þeim í efsta sæti á listum þeirra t.d. í komandi sveitarstjórnarkosningum,“ segir í ályktun samtakanna um niðurstöður kosninganna sem þau sendu frá sér í gær.
Þær harma sérstaklega að enginn þingmaður sé af erlendum uppruna og skora á stjórnmálaflokkana að bjóða og hvetja innflytjendur að gefa sig fram því stjórnmálin eigi að endurspegla betur fjölbreytileika samfélagsins. „Ekkert um okkur án okkar,“ segja þær.
„Ekkert um okkur án okkar” – Þingið verði að endurspegla þjóðina
Samtök kvenna af erlendum uppruna harma sérstaklega að enginn þingmaður sé af erlendum uppruna og skora á stjórnmálaflokkana að bjóða og hvetja innflytjendur að gefa sig fram því stjórnmálin eigi að endurspegla betur fjölbreytileika samfélagsins.