Áskorun stjórnar Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi til hæstvirts Alþingis
Stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi skorar á Alþingi að tryggja áfram fjármagn til reksturs Mannréttindaskrifstofu Íslands með beinu föstu framlagi á fjárlögum. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur verið óháður umsagnaraðili og álitsgjafi ýmissa álitamála er snerta mannréttindi og hefur starf hennar verið óháð samtökum og stofnunum.