Ofbeldið gegn erlendu konunum annars eðlis – Shelagh Smith

„Allar konur geta lent í ofbeldi, en eðli þess er annað, þegar um er að ræða konur af erlendum uppruna. Kona sem kemur frá öðru landi er berskjölduð, með engan stuðning. Það er kannski engin fjölskylda og enginn skilningur á hennar stöðu. Svo er hún einangruð og er sagt að þegja ef hún kvartar. Bara, velkomin til Íslands,“ segir Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna, eða W.O.M.E.N.

Shelagh telur að í kjölfarið á þessum frásögnum sé mikilvægt að upplýsingum sé komið til kvenna, um allt land, um aðstoð og vernd sem þær eiga rétt á.

„Það geta auðvitað allar konur lent í ofbeldi, en það sem vantar fyrir konur af erlendum uppruna er sama upplýsingagjöf og til íslenskra kvenna,“ segir Shelagh. Næsta skrefið sé að reyna að koma jafn miklu af upplýsingum til þessara kvenna.

 

Read More

 

Ofbeldið gegn erlendu konunum annars eðlis – Vísir

Varaformaður W.O.M.E.N., félags kvenna af erlendum uppruna, telur mikilvægt að bæta upplýsingagjöf til þessa hóps og tryggja að gætt sé að réttindum allra. Hún segir hópinn vera sérstaklega berskjaldaðan og oft með engan stuðning.

You may also like