Samtök kvenna af erlendum uppruna tekur virkan þátt í Fundi fólksins (11-13.júní) í Norræna Húsinu. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á viðurkenningu á menntun innflytjenda sem ekki aflað var á Íslandi. Við vilju bjóða ykkur á málþing Gild eða ógilt – um menntun innflytjenda á Íslandi á morun 11.júní kl. 18 (salur í kjallara). …
Almennt
Þjóðlegt eldhús er í sumarfrí
Þjóðlegt eldhús er komið í sumarfrí og mun hefjast aftur í haust/september. Hafðu samband á eldhus@womeniniceland.is ef þú hefur áhuga á að elda fyrir Þjóðlegt eldhús. Upplýsingar um Þjóðlegt eldhús fyrir kokkinn
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N.) verða á Fundi fólksins í Norræna húsinu þann 11.júní 2015.
Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. (http://nordichouse.is/is/event/fundur-folksins/) Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N.) bjóða til málþings í …
Jafningjaráðgjöfin er í sumarfrí
Við viljum vekja athygli á því að Jafningjaráðgjöfin er komin í sumarfrí og mun hefjast að nýju í haust/september.
Kvenkyns sjálfboðaliða vantar í jafningjaráðgjöf
Jafningjaráðgjöf – Peer Counselling Hefur þú áhuga á að verða jafningjaráðgjafi fyrir konur af erlendum uppruna? Jafningjaráðgjafarnir bjóða upp á ókeypis sjálfboðaþjónustu í fullum trúnaði fyrir konur af erlendum uppruna á Íslandi. Jafningjaráðgjafarnir geta veitt upplýsingar um þjónustu og aðstoð sem eru í boði, um lífið á Íslandi og eru líka til í að spjalla …
Styrkur Mannréttindaráðs Reykjavikurborgar
Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N.) á Íslandi fengu styrk Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar . Styrkurinn er fyrir verkefni: „Rannsókn á stöðu og félagslegri þátttöku kvenna af erlendum uppruna á Íslandi“. Athöfnin fór fram í Höfða í tilefni af Mannréttindadegi Reykjavíkurborgar, þann 16.5.2015. Ragnar Hansson, formaður mannréttindaráðs, úthlutaði styrk til fulltrúa Samtaka. Frú Ragnheiður fær Mannréttindaverðlaun …
Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar
Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N.) á Íslandi tóku þátt í Fjölmenningardegi Reykjavíkurborgar. Fjölmenningardagur var haldinn hátíðlegur á laugardaginn, 9. maí. Við vorum með bás í Ráðhúsinu.
Þjóðlegt eldhús
Þjóðlegt Eldhús er frábært tækifæri fyrir þær konur sem mæta að kynnast öðrum konum, deila sögum, hlægja saman og njóta saman frábærrar máltíðar og læra um menningu og hvað það þýðir fyrir íbúa þess lands sem að talað er um að hverju sinni. Þjóðlegt Eldhús er haldin fyrsta fimmtudag hvers mánaða frá september til júní. …
Jafningjaráðgjöf
Það er okkar einskæra ánægja að tilkynna ykkur að skrifstofa okkar hefur verið opnuð á annarri hæð að Túngötu 14. Opnunartími skrifstofunnar verður á þriðjudagskvöldum frá 20:00 – 22:00. Samtökin hafa lokið við þjálfun nokkurra meðlima okkar í jafningja ráðgjöf, en hafa ráðgjafarnir fengið þjálfun og eftirfylgd fagaðila með mikla reynslu í ráðgjöf innflytjenda.