Showing: 1 - 10 of 51 Articles

Vilt þú bjóða þig fram í stjórnarsæti hjá Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi?

Tekið er við umsóknum til 17. nóvember Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi tekur nú við umsóknum frá félagskonur sem vil bjóða sig fram í laus sæti í stjórn okkar. Kosningar fara fram í komandi kosningum þann 23. nóvember 2022 á aðalfundi . Við hvetjum konur af erlendum uppruna sem vilja og geta lagt …

Yfirlýsing frá Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi: Íslenskunámskeið á vegum vinnuveitenda.

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi gagnrýna harðlega ummæli sem fram komu í dag í viðtali sem Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar birti á Rúv . Það er mikilvægt að hafa í huga að hún er formaður stærsta stéttarfélags á Íslandi sem er með stærsta hlutfall félagsmanna af erlendum uppruna. Yfirlýsingin er skaðleg áratugalangri baráttu …

W.O.M.E.N. OG REYKJAVÍK YOGA Í FARSÆLT SAMSTARF

W.O.M.E.N og Reykjavík Yoga hafa tekið höndum saman og færa þér nærandi 6 vikna Yoga & núvitundar námskeið til að finna jafnvægi á krefjandi tímum. 6 vikna byrjunar námskeið í Núvitund (Mindfulness) – með Baddý Núvitund, eins og hún er kennd á þessu námskeiði, er boð um vellíðan –  möguleikinn á lifa í sátt við …

Vilt þú gefa kost á þér til setu í stjórn W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi?

Tekið er á móti umsóknum til 14. nóvember 2020. Ertu núverandi félagi, þátttakandi eða virk fylgiskona okkar á W.O.M.E.N á Íslandi? Langar þig til að taka enn meiri þátt í því hlutverki sem samtök okkar gegna í þágu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, með sjálfboðaliðastarfi og virkni á öflugan hátt? Ef þú ert kona …

Fundargerð framhald-aðalfundur Samtaka kvenna af erlendum uppruna

Framhald-aðalfundur Samtaka kvenna af erlendum uppruna 11 desember, 2019 Gerðuberg Menningarhús Kl 18:00 Fundur settur kl.18.15 A. Kosning fundarstjóra og fundarritara Lögð var fram eftirfarandi tillaga: Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður, verði fundarstjóri framhalds-aðalfundar. Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir verði ritari framhalds-aðalfundar. Samþykkt. B. Lagabreytingar Lögð var fram tillaga stjórnar um lagabreytingar. Umræður fóru fram. Lögð var fram tillaga …

Minnum á fundi annað kvöld / A Reminder About our Meeting Tomorrow Evening

Við minnum á fundi annað  miðvikudaginn 11. desember  klukkan 18:00 -19:00 vegna breytingatillagna á lögum samtakanna. Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsi Gerðubergs í Efra Breiðholti. Ef einhver vill fá send eintök af breytingatillögunum vinsamlega hafið samband nichole@womeniniceland.is We would like to remind everyone of our meeting tomorrow evening Wednesday the 11th of December from 18:00 -19:00, regarding amendments to …

cancelled meeting / aflýst fundur 04/12/2019

Due to circumstances beyond our control, we must, unfortunately, cancel tonight’s meeting regarding amendments to our bylaws and reschedule next week on Wednesday the 11th of December at 19:00 again at Gerðuberg Culturehouse in Breiðholt.
Sincere apologies for the inconvenience.
If you would like a copy of the amendments please contact nichole@womeniniceland.is

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við því miður að fresta fundi vegna breytingatillagna á lögum samtakanna. Þess í stað er boðað til fundar miðvikudaginn 11. desember klukkan 19:00 í Menningarhúsi Gerðubergs í Efra Breiðholti.
Við biðjumst afsökunar fyrir þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Ef einhver vill fá send eintök af breytingatillögunum vinsamlega hafið samband nichole@womeniniceland.is

Í skotgröfum vinnumarkaðarins

Í skotgröfum vinnumarkaðarins

Kynbundið ofbeldi á vinnustað er veruleiki sem margar konur hafa þurft að glíma við, daglega. Þær verða fyrir alls kyns ofbeldi; munnlegu, líkamlegu og andlegu. Á meðan grafið er undan og brotið á þeim er enn búist við því að þær konur vinni vinnuna sína vel án þess að kvarta. Að þær þegi. Þögn, skömm, undanhald og einangrun kemur í kjölfar þessarar illu meðferðar. Rannsóknir sýna að ef þetta ofbeldi er viðvarandi á þolandi á hættu að fá áfallastreituröskun líkt og þau sem búa á stríðshrjáðum svæðum. Og þetta er það sem kynbundið ofbeldi er. Stríð. Ofbeldisfull árás á þá sem minna vald hafa. Fyrir innflytjendakonu sem á erfitt með að tjá sig á tungumáli landsins eða sem hefur ekki verið samþykkt af vinnufélögum sínum eða fullkomlega aðlagast vinnustaðnum, þá eru þessar aðstæður eins og jarðsprengjusvæði. Þessar aðstæður herja á hana á hverjum degi á meðan hún reynir að vinna vinnuna sína. Stöðug áreitnin grefur undan sjálfsöryggi hennar, reynir á langlundargeð hennar og eyðileggur traust hennar. Hún hefur áhrif á taugakerfi hennar og veldur ofsakvíða svipuðum þeim sem uppgjafahermenn þurfa að þola. Þessu stríði gegn konum verður að linna. Það hefur verið í gangi alltof lengi. Svo hvernig stöðvum við það? Mikilvægt er að rjúfa þögnina, eins og við höfum séð í #MeToo byltingunni. Þegar við afhjúpum ofbeldið styrkjum við þær sem eru í viðkvæmri stöðu og stöndum með þeim í baráttu þeirra. Samstaðan er önnur áhrifamikil leið til að berjast gegn þessu ofbeldi. Þetta er þegar samstarfsfólk tekur höndum saman og styður við þolendur ofbeldis.

Sagan sýnir að það er fjöldasamstaðan sem drífur áfram breytingar. Mjög oft hefur einhver á vinnustaðnum tekið eftir ofbeldinu og séð gerandann fremja ofbeldið en það er í eðli þessa stríðs að vitnin þegja þunnu hljóði. Það er þessi þögn sem fjöldasamstaðan verður að rjúfa. Samstarfsfólk getur afhjúpað ofbeldið á vinnustaðnum sem óásættanlegt og ólíðandi. Þegar við höfum borið kennsl á ofbeldið, þá er um engan annan valkost að ræða en að gera eitthvað í því. Það er þarna sem stéttarfélög koma við sögu. Fólk á vinnumarkaði þarf að hafa stuðning stéttarfélags síns til að aðstoða við næstu skref, við ákærur og önnur lagaleg atriði. Einnig hafa stéttarfélög vald til að þrýsta á stjórnvöld til að gera gerendur kynbundins ofbeldis á vinnumarkaði ábyrga fyrir gjörðum sínum. Þetta er vald sem við eigum að nota. Við gerum fólk ábyrgt með því að framfylgja þeim lögum og reglugerðum sem nú þegar eru til staðar um vinnumarkaðinn.

Það er alltof oft sem að framkvæmd þessara laga er ekki nægileg sem leiðir til þess að þolendur kynbundins ofbeldis hrökklast að lokum af vinnustöðum á meðan gerandinn heldur ofbeldinu óáreittur áfram. Mál er að linni! Ef samstarfsfólk, samtök launafólks og stjórnvöld skera upp herör gegn kynbundnu ofbeldi, þá getum við saman rofið þögnina, afhjúpað ofbeldið og gert gerendur ábyrga, svo að friður náist á vinnumarkaði á ný.

Shelagh Smith er í stjórn W.O.M.E.N Samtök kvenna af erlendum uppruna.

Greinin er liður í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.