Kvennaborðið Menntun Samstarf Viðburðir

Kvennaborðið í heimsókn til Viðeyjar

Leiðsögn á einfaldri íslensku í Viðey! Við lærðum um sögu búsetu í Viðey, um mýs, munka, hinn fræga Skúla Magnússon, listaverkefni, álfkonuna og alls konar hjátrú. Hlín, leiðsögukonan okkar, talar fallega og skýra íslensku, og býr til rými þar sem okkur líður vel, þar sem er hægt að spyrja, læra og hafa gaman við íslenska tungu. Við erum ótrúlega þakklát fyrir hana og samstarfið við Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Takk kærlega fyrir samveruna konur! Og takk fyrir Diana fyrir köku!

You may also like