Fréttir

Matvælaráðherra afhenti 2 milljónir króna til Samtaka kvenna af erlendum uppruna

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afhenti á Kjarvalsstöðum á þriðjudaginn rúmar 47 milljónir króna til Kvennaathvarfsins, Rótarinnar, Menntasjóðs/Mæðrastyrksnefndar, Menningar- og minningarsjóðs kvenna, Sigurhæða, Samtaka kvenna af erlendum uppruna og samtakanna Stelpur Rokka.

W.O.M.E.N. fékk 2.000.000 sem mun nýtast vel til góðra verka. Wiktoria Joanna Ginter og Marion Poilvez tóku á móti styrk fyrir hönd samtakanna.

W.O.M.E.N. er afar þakklát fyrir þennan stuðning sem barst úr líknarsjóði Sigríðar Melsteð sem stofnaður var 1914. Orðalag skipulagsskrár sjóðsins ber keim af tíðaranda síns tíma en þar segir m.a.: „Líknarsjóður þessi skal vera handa ógiftum, heilsuveikum og bágstöddum konum, einkum þeim sem aldar hafa verið upp á góðum og siðprúðum heimilum, og eru siðprúðar.“ Grundvallargildi sjóðsins voru höfð til hliðsjónar og aðlöguð að samtímanum þegar kom að úthlutun. Meira um sjóði:

Matvælaráðherra afhenti rúmar 47 milljónir til góðra verka í þágu kvenna

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afhenti á Kjarvalsstöðum í gær rúmar 47 milljónir króna til Kvennaathvarfsins, Rótarinnar, Menntasjóðs/Mæðrastyrksnefndar, Menningar- og minningarsjóðs kvenna, Sigurhæða, Samtaka kvenna af erlendum uppruna og samtakanna Stelpur Rokka. Slík málefni eru alla jafna utan verkefnasviðs matvælaráðuneytisins en ráðuneytið hefur haft umsjá með líknarsjóði Sigríðar Melsteð sem stofnaður var 1914 og hefur verið í umsjá nokkurra ráðuneyta í frá stofnun sjóðsins árið 1914.

You may also like