*Yfirlýsing W.OM.E.N. og Immigrants in Iceland um póst Fjölskylduhjálp Íslands Reykjanesi varðandi mismunun gegn fólki af erlendum uppruna, sem þarfnast aðstoðar frá slíkum stofnunum.*

Í dag urðum við var við póst FÍR sem gefur til kynna að íslenskir ríkisborgarar eru í forgangi hvað varðar aðstoð, frekar en að aðstoð sé gefin þeim sem þess þarfnast óháð ríkisfangi.
Þessi yfirlýsing kemur á óvart, en þesskonar mismunun gegn þeim af erlendum uppruna er ekki einungis ólöglegt og refsivert samkvæmt lögum, en er einnig skammarleg hegðun i fjölmenningarsamfélagi þar sem 15% okkar eru innflytjendur.
Ekki virðist þetta vera í fyrsta skipti sem þessi stofnun brýtur af sér á slíkan hátt, en margoft má heyra til þeirra á samfélagsmiðlum sem hafa upplifað slíka hegðun.
Við viljum benda á að formenn félagsins eru ábyrgir fyrir alla slíka mismunun, og að starfsmenn félags, sem gera sitt besta ár hvert til að aðstoða þá sem þurfa, eru ekki samsekir, né undir nokkurri gagnrýni vegna ákvarðana þeirra í valdastöðum félags.
Við krefjumst þess að formenn Fjölskylduhjálp Íslands Reykjanesi segi af sér strax og að varamenn þeirra taki við störfum þangað til næstu félags kosninga.
Við trúum að lýðræðislegt og sanngjarnt samfélag þarf að styðja við einstaklinga, fyrirtæki, og ríkisstofnanir af jafnrétti.
